Frétt

Stakkur 21. tbl. 2002 | 23.05.2002 | 17:23Traust til framtíðar

Á laugardaginn kemur verður kosið til sveitarstjórna. Þá taka kjósendur ákvörðun sem gildir í fjögur ár. Frá henni verður ekki hvikað. En hver sem ákvörðunin verður kann hún að verða nokkuð óráðin. Enginn veit hvernig meirihluti í einstökum sveitarstjórnum skipast. Línur kunna að verða einna skýrastar í höfuðborginni. Þar stendur valið greinilega milli D og R listanna. Hin framboðin fjögur verða tæpast aðnjótandi þess að fá mann kjörinn. Skoðanakannanir virðast fremur í hag sitjandi meirihluta enn D listinn sækir á og samkvæmt fræðum skoðanakannanna telst munurinn ekki marktækur. Geir Hallgrímsson heitinn formaður Sjálfstæðisflokksins í áratug sagði ávallt að eina skoðanakönnunin sem hann tæki mark á væri sú sem kæmi upp úr kjörkössunum. Þau ummæli er hollt að hafa í huga. En skoðanakannanir gefa vissulega vísbendingar um það er koma skal. Öruggara er þó að hafa bak við eyrað að óákveðnir geta haft mikil áhrif ef fylgi þeirra beinist í einhverja ákveðna átt á kjördegi.

Einkar athyglisvert verður að fylgjast með því hvernig mál æxlast í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri, stærstu bæjarfélögunum utan Reykjavíkur. Þar hafa komið upp ákveðnar vísbendingar um að straumurinn liggi til Sjálfstæðisflokksins. Víðast hvar annars staðar eru línur mjög máðar og virðast lítt skýrast enn. Í Garðabæ og á Seltjarnarnesi virðist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að halda meirihluta sínum. Í Mosfellsbæ, sem er af sama stærðarflokki stefnir í sömu áttina. En sé litið til Vestfjarða eru línur ekki skarpar. Forvitnilegt verður að fylgjast með niðurstöðunni úr Bolungarvík. Síðast náðu Sjálfstæðismenn hreinum meirihluta á hagstæðu atkvæðahlutfalli. Nú er framboðin tvö og ekki víst hvoru megin hryggjar meirihlutinn fellur. Ókrýndur konungur í Bolvískri pólitík, Ólafur Kristjánsson, er nú að kveðja eftir fjóra áratugi og prýðilegan feril sem bæjarstjóri í nokkur kjörtímabil, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika. Hafi hann þakkir fyrir þrautseigjuna og honum er jafnframt óskað velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Á sama tíma og kvartað er undan því að illa gangi að fá fólk í framboð til sveitarstjórna um allt land er annað uppi á teningnum í Ísafjarðarbæ. Hvorki fleiri né færri en sex framboð eru í kjöri. Stefnumál flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hafa ráðið meirilutanum, og Samfylkingar eru engan veginn ósvipuð. Vinstri grænir eru þjóðernissósíalistar í stíl Jónasar frá Hriflu, enda foringi þeirra Þingeyingur, reyndar úr Norðursýslunni. Frjálslyndir og óháðir og Nýtt afl, sem kannski ætti að heita ,,Nýtt A? með vísan til frambjóðenda og stefnuskrár, eru óráðnir kostir. En áður en kjósendur krossa á seðillinn er hollt að rifja upp örlög Fönklistans 1996. Nú ríður á að líta til framtíðar og standa saman. Fátt bendir til mikils uppgangs í atvinnulífi á næstu tveimur árum. Festa og og öryggi er það sem byggt verður á til framtíðar. Öllum frambjóðendum er óskað farsældar að loknum kosningum.


bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli