Frétt

Jón Svanberg Hjartarson | 23.05.2002 | 16:49Er ég fallegur níðingur með óbeit á fiski?

Jón Svanberg Hjartarson.
Jón Svanberg Hjartarson.
Ég er svo heppinn að tilheyra þeim framboðslista hér í bæ, sem „ríður um á dauðum hesti“, reyndar í sama söðli og Framsókn, og það besta er að hesturinn er dauður úti í miðri á. Ég tilheyri þeim sem „níðast á gamla fólkinu“. Ég tilheyri þeim sem eru á móti því að eðlilegt skólastarf dafni. Ég tilheyri þeim sem stuðla að stöðnun í öllum framförum og hafa jafnframt unnið að því hörðum höndum að reyna losna við sem flest störf af svæðinu. Þá hefur mitt framboð jafnframt lagt sig fram um að gera Ísafjarðarbæ að kvótalausu svæði, eða var það kjarnorkulausu, eða bara bæði – ég man það ekki. Ég tilheyri líka því framboði sem býður upp á „fallega fólkið“ og glansmyndirnar.
Svona er ég í augum andstæðinga okkar í bæjarstjórnarkosningunum, samkvæmt þeirri mynd sem þeir draga upp af okkur gagnvart kjósendum.

En hver er ég?

Nú er von að þú, lesandi góður, sért að gera þér í hugarlund hvurslags persónu ég hafi að geyma. Það þarf nú sennilega svolítið magnaðan huga til þess að sjá það. Niðurstaðan gæti orðið eitthvað á þá leið að ég sé fallegur níðingur, eins og klipptur út úr glansmyndablaði, sem hefði gaman af útivist, sérstaklega vatnasporti og þá á dauðum hestum, jafnvel flóðhestum.Ég nyti mín best við að valda öldruðu fólki og börnum eins mikilum ama og mögulegt er. Ég hefði óbeit á fiski og væri á móti allri vinnu, meira að segja vinnu annarra. Ég þyldi ekki að sjá fólk í kringum mig og alls ekki ef því líður vel.

Kannski er þessi lýsing bara nokkuð nærri lagi en ég vil þó leyfa mér að reyna að rétta hana ögn. Vatnasport hef ég stundað og hef mjög gaman af. Þar hef ég helst notast við seglbretti og kajak en ekki hesta, og þá alls ekki dauða. Ég skora á þá sem ekki hafa prófað kajak að gera slíkt enda afbragðsþjónusta í slíku í bænum.

Það gleður mig að fólk sjái ástæðu til þess að lýsa yfir fegurð minni og meðframbjóðenda minna. Slíkt dytti engum í hug að gera að ástæðulausu enda óþarfi þar sem ég hef tekið þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Vestfirðir, ekki einu sinni heldur tvisvar. Ekki náði ég titlum þar enda var ég bara kynnir og fullyrði að fegurð mín kemur víst aðeins innan frá.

Ég verð að játa að af mér hafa birst „glansmyndir“, meira að segja í Séð og Heyrt. Ekki var ég í aðalhlutverki þar frekar en í fegurðinni, heldur tróðst óvart inn á myndir í tengslum við þjóðhöfðingjaheimsókn. Varðandi áníðslu mína á öldruðum verð ég að játa að ég hef ekki að fullu greitt foreldrum mínum, sem nú teljast lögbundin gamalmenni (að þeirra eigin sögn), fyrir uppeldið. Það verður sennilega seint að fullu greitt og kemst eflaust í vanskil. Ég hef ekkert á móti fiski, nema síður sé. Mín sjómennska hefur reyndar bara snúist um nokkra fiska sem veiddust utan kvóta á sjóstöng, enda er ég víst búinn að stuðla að því gegnum árin, með stuðningi við dauða hestinn, að koma kvótanum burtu. Ég er sennilega ekki duglegasti maðurinn í bænum og hef stundum tileinkað mér ólympíuhugsjónina í því sambandi, þ.e. að það sé ekki aðalatriðið að vinna, heldur að vera með. Ég vísa því alfarið til föðurhúsanna að mér leiðist að sjá aðra vinna.

Þvert á móti vil ég gera sem mest í því að láta aðra vinna. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að allir hafi vinnu, að öllum líði vel. Ég vil að Ísafjarðarbær sé það umhverfi sem fólk sækist í, það umhverfi sem fólk er stolt af þegar það segir: „Hér ólst ég upp og hér er ég enn vegna þess að hér líður mér vel“. Þess vegna býð ég mig fram og þess vegna kýs ég Sjálfstæðisflokkinn í Ísafjarðarbæ.

Jón Svanberg Hjartarson. Höfundur skipar 6. sætið á D-listanum í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli