Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 23.05.2002 | 16:34Embættisafglöp

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
Ég hef skrifað margar greinar til að freista þess að bjarga Orkubúi Vestfjarða. Fyrsta grein mín var skrifuð 5. mars 2001 og birtist í BB en þá voru hugmyndir um sölu komnar í gang. Ég vil endurtaka þær hér í ljósi nýjustu frétta um afdrif þessa ástkæra fyrirtækis okkar, sem misvitur bæjarstjórnarmeirihluti seldi með köldu blóði og við verðum nú að horfa á eftir til Akureyrar ásamt öðru sem þangað hefur farið. Ég vil í því sambandi nefna Gugguna og sjúkraflugið.
Mín varnaðarorð voru þessi: Raforkuverð mun hækka um a.m.k 20% á sama tíma og orkuverð er að lækka um 10-20% í Reykjavík og Hafnarfirði. Störfum mun fækka. Fólk mun flytjast burt. Yfirráð orkumála munu flytjast úr fjórðungnum. Þjónustan mun skerðast. Hugmyndir um frekari virkjanir á Vestfjörðum heyra sögunni til. Tekjur sveitarfélagsins minnka. Vöruverð mun hækka vegna hækkunar á raforkuverði. Rekstarafkomu fyrirtækjanna á Vestfjörðum sem eru burðarás atvinnulífsins gert erfiðara fyrir. Sala myndi ekki leysa fjárhagsvanda sveitarfélaganna til lengdar.

Nú stefnir í að allt þetta sem ég varaði við sé illu heilli að rætast. Brátt munum við fá orkureikninga sem eru a.m.k 20% hærri en þeir sem við erum að fá í dag. Orkureikningurinn mun koma frá Akureyri og á hausnum mun ekki standa Orkubú Vestfjarða heldur Norðurorka h.f Akureyri. Munum við borga þann reikning með bros á vör?

Bæjarstjórnarmeirihlutinn hlustar ekki á rök. Bæjarstjórnarmeirihlutinn hundsaði vilja íbúanna sem mótmæltu sölunni með undirskrift yfir 1000 íbúa, enda hrökk út úr einum bæjarstjórnarmanni íhaldsins: ,,Lýðræði hvað er nú það??? Bæjarstjórnarmeirihlutinn bar fyrir sig ný orkulög og reglur EB. Hvorugt var rétt. Annað hvort vissu þeir ekki betur eða lugu vísvitandi. Bæjarstjórnarmeirihlutinn varð uppvís af embættisafglöpum með sölu Orkubúsins. Á grundvelli þess eigum við að fá þessum nauðungarsamningi hnekkt. Nauðungarsamningar voru þetta og ekkert annað. Nú sleikja þeir sárin og hrópa: ,,Við vorum sviknir.??

Í öllum þeim umræðum sem spunnust á Alþingi um Orkubú Vestfjarða stóðu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs allir sem einn á móti sölu Orkubúsins og eiga þeir þakkir skildar fyrir stuðninginn og málflutninginn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er eini alvöru landsbyggðarflokkurinn með hagsmuni landsbyggðarinnar í fyrirrúmi. Allir hinir flokkarnir hala leynt og ljóst með gerðum sínum, skaðað hagsmuni hinna dreifðu byggða.

Ágæti kjósandi! Nú styttist í kjördag, dag lýðræðisins. Þann dag hefur þú völdin. Með atkvæði þínu getur þú gefið bæjarstjórnarflokkunum þá ráðningu sem þeir verðskulda. Þeir hafa ekki gætt sem skyldi, hagsmuna þinna á liðnu kjörtímabili. Þeir hafa verið allt of hallir undir vilja flokksbræðra sinna í ríkisstjórn og ekki þorað að ganga gegn vilja þeirra í neinu máli, jafnvel þó gerðið þeirra hafi skaðað lífsafkomu og búsetumöguleika landsbyggðarfólks.

Þessu verður að breyta og þú getur breytt því með atkvæði þínu. Þú getur breytt með því að kjósa lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og sett x-ið við U. Við treystum á dómgreind þína.

Jón F. Þórðarson. Höfundur skipar 17. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli