Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 22.05.2002 | 09:23Byggðaáætlun bæjarstjórans

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
„Byggðaáætlun á að vera þannig úr garði gerð að hún veki upp bjartsýni í byggðum landsins um að nú séu runnir upp nýir tímar.? Þannig hefst byggðaáætlunarfarsi bæjarstjórans. Einka byggðaáætlun bæjarstjórans er í 84 liðum og að hans sögn komu jafnmargir aðilar að gerð áætlunarinnar eða sem svarar einum lið á mann. Þessi áætlun má vera í 100 liðum fyrir mér og samin af 200 aðilum, hún er hvort sem er ekkert annað en venjulegur marklaus óskalisti, sem hver og einn getur sett á blað, svo fremi að hann sé skrifandi.
Óskalistinn er einungis gerður í pólitískum tilgangi til að slá ryki í augu almennings og tilraun til að upphefja höfundinn. „hann er ber“ sagði barnið, í hinni stórmerku sögu H. C. Andersen um nýju fötin keisarans. Bæjarstjórinn er sannarlega ber þegar betur er að gáð og skýrslan krufin til mergjar. Allt á að framkvæma á þremur árum, jafnvel virkja vindinn og sjávarföllin. Hvers á sólin að gjalda?

Tölfróðir menn hafa skotið á kostnað við óskalistann, því ekki gerðu skýrsluhöfundar það, og nefnt tölur allt að 50 milljörðum. Sennilega allt of lágt. Tuttugu milljarða ábyrgðin til Kára Stefánssonar virkar sem skiptimynt á við þessi ósköp. Ég vil nú nefna nokkur atriði sem gera á næstu 3 árin skv. áætluninni:

1. Komið verði á heilsárs hringvegi um Vestfirði með gangagerð, uppbyggingu langra vegarkafla, þverun fjarða og brúargerð. Tenging við þjóðveg 1 verði bætt svo ekki taki meira en 2,5 klst. að komast á hringveginn hvar sem þú ert staddur á Vestfjörðum. Væri ekki ráðlegt að hækka hámarkshraðann til að markmiðið náist?

2. Vegur norður í Árneshrepp á Ströndum og út á Látrabjarg auk vega til annarra ferðamannastaða á Vestfjörðum.

3. Brú í Hrútafirði gerð að samgöngumiðstöð fyrir allt landið.

4. Betri nýting flugmannvirkja á Vestfjörðum. Bundið slitlag á Þingeyrarflugvöll.

5. Tengja Árneshrepp og aðra hluta Strandasýslu með almenningssamgöngum jafnt sumar sem vetur.

6. Tryggja flug milli norður og vestursvæðis.

7. Tengja ljósleiðara á alla þéttbýliskjarna á Vestfjörðum.

8. Alþjóðlegt samstarf í byggðamálum.

9. Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verði gert kleyft að ráða alþjóðafulltrúa.

10. Orkubú Vestfjarða verði áfram öflugt fyrirtæki og sjái um orkurekstur í hinu nýja Norðvesturkjördæmi með höfuðstöðvar á Vestfjörðum.

11. Virkja Hvalá í Ófeigsfirði og á Glámuhálendinu.

Það væri að æra óstöðugan að nefna fleiri dæmi, þó er það freistandi að minnast á nokkur önnur svo sem: Hefja undirbúning að kvótabanka, efla afþreyingariðnað, miðstöð atferlis og eldisrannsókna í fiskeldi komið á, leit að lífverum hafin, uppbygging menningarhúsa, fjarlækningastofnun byggð upp, sláturhús á Ströndum verði byggt, uppbygging á aðstöðu til íþrótta- og heilsueflingar, efling þjónustukjarna á hverju svæði Vestfjarða. Þetta ætti að nægja til að sýna fram á hvers konar óskalisti er hér á ferðinni en af mörgu er að taka.

Ég er ekki að gagnrýna þetta vegna þess að ég sé á móti þessum hugmyndum. Ég gæti að sjálfsögðu skrifað undir þær allar, en hér er á ferðinni sú almesta sýndarmennska sem ég hef orðið vitni að og kalla menn nú ekki allt ömmu sína í kosningaloforðum. Svo er hitt, hversvegna þessi svokallaða Vestfjarðaáætlun komst á koppinn. Byggðaáætlun Valgerðar Sverrisdóttur hafði verið í smíðum í tvö og hálft ár og enginn sveitarstjórnarmaður hafði komið þar nærri. Svo þegar skýrslan lítur dagsins ljós er búið að klippa hausinn af landinu þ.e. Vestfirði og samkvæmt skýrslunni aðeins tímaspursmál hvenær Vestfirðingar verði aldauða. Þá fyrst taka menn við sér, með bæjarstjórann Halldór Halldórsson í broddi fylkingar og ný byggðaáætlun samin á fimm vikum.

Við lok hvers einasta liðs stendur þessi klausa: Kostnaður hefur ekki verið áætlaður.

Eins og ég hef áður sagt er ekkert vandamál að búa til byggðaáætlun en að framkvæma hana og fá fé til þess er þrautin þyngri. Það hefur ekki gengið svo vel hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar að kría út fé hjá samflokksmönnum sínum í ríkisstjórn að ætla megi að þeim gangi betur með að fjármagna svona marg milljarða verkefni. Það hefur heldur verið tilhneiging ríkisvaldsins að taka af okkur það sem við eigum sbr. fiskimiðin og Orkubúið, sem nú á að endurheimta skv. skýrslunni.

Ég vona að fólk láti ekki blekkjast af þessum fagurgala bæjarstjórans þar sem hvergi örlar á peningum til að hrinda einu einasta atriði af þessum 84 í framkvæmd. En ég á þá ósk hei

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli