Frétt

Guðrún Anna Finnbogadóttir | 21.05.2002 | 12:06„Tilvera okkar er undarlegt ferðalag?

Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Á framboðslista Samfylkingarinnar er fólk með margvíslegan bakgrunn sem allt hefur það að markmiði að bæta samfélagið og stuðla að bættu atvinnu- og mannlífi í Ísafjarðarbæ. Ólíkt Sjálfstæðisflokknum sem leggur ofur áherslu á persónulega plástra fyrir sína flokksmenn leggur Samfylkingin áherslu á persónulegar lausnir fyrir alla íbúa Ísafjarðarbæjar frá ,,vesturbæ og austurúr?. Á lista Samfylkingarinnar er fólk sem þorir. Þorir að taka eigin ákvarðanir jafnvel þó þær séu í andstöðu við ríkjandi skoðanir stjórnvalda.
Eldri borgarar

Endurskipulagning hefur átt sér stað á félagsþjónustu bæjarins á kjörtímabilinu en það er skammarlegt frá að segja að vegna anna í öðrum málaflokkum hefur stjórn bæjarins ekkert getað sinnt málefnum eldri borgara.

Eldri borgarar hafa beðið allt kjörtímabilið eftir lausnum. Bæjaryfirvöldum hefur eingöngu verið umhugað að rukka fyrir alla þá þjónustu sem í boði hefur verið og ganga eins langt og verstu lög leyfa í að rýja gamalt fólk inn að skinni. Sem dæmi að taka hefur bæjarfélagið okkar ekki tök á að gefa íbúum Hlífar kaffi eftir hádegsmatinn en vísar á eigin kaffikönnur íbúa í hverri íbúð

Munum það að á meðan á biðinni stendur nálgumst við sjálf þennan aldursflokk. Getum við hugsað okkur þennan málaflokk eins og hann er núna?

Stefna stjórnvalda

Þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum hjá stjórnvöldum sem almenningur getur ekki séð annað en að skerði hlut hans og auki hlut þeirra sem eiga miklar eignir er svarið ávallt: ,,Þið skiljið þetta ekki.? Kannski ekki, en fólk skilur vissulega tóma buddu, enga atvinnu, vaxtagreiðslur og dráttarvexti. Það er móðgun við hugsandi fólk að segja því stöðugt að það skilji ekki hlutina þar sem það stendur frammi fyrir þessum staðreyndum.

Stjórnvöld tala fjálglega um málefni landsbyggðarinnar en þegar til kastanna kemur verður þeim lítið úr verki.

Bæjarfélögin eru í stöðugri vörn að halda þeim opinberu störfum sem þegar eru á svæðinu. Flutningur nýrra verkefna út á land og ráðning á faglærðu fólki hefur hinsvegar enn ekki átt upp á pallborðið hjá hinu opinbera nema í mjög litlum mæli. Þegar nýjar stofnanir eru stofnsettar á höfuðborgarsvæðinu eru þær einfaldlega stofnaðar en stofnanir sem stofnaðar eru á landsbyggðinni eru reknar í tilraunaskyni í takmarkaðan tíma. Þegar þeim tíma er lokið hefst slagurinn um að fá fjármagn til áframhaldandi reksturs burtséð frá því hvernig til hefur tekist og hversu miklu stofnunin hefur skilað til samfélagsins. Dæmi um slíkar stofnanir eru atvinnuþróunarfélögin í landinu en Samfylkingin mun berjast fyrir því að starfsemi þeirra verði tryggð um land allt.

Smábátabaráttan

Þegar Finnbogi Guðmundsson langafi minn réri bát sínum Norðurljósi frá Bolungarvík, en hann var einn af stofnendum sjómannafélagsins í Bolungarvík, barðist hann við Ægi sjálfan og aflaleysisár en hann hafði alltaf von í brjósti um næstu vertíð.

Tilvera okkar er sannanlega undarlegt ferðalag því hvernig gat nokkurn órað fyrir því að nú tæpri öld síðar siglum við enn á litlu Norðurljósi; berjumst við Ægi og aflaleysisár, nema hvað nú er baráttan líka háð við kerfið og vonarljósið hefur dofnað í brjóstum manna.

Smábátabaráttan er ein harðasta barátta sem hefur verið háð hér fyrir vestan í seinni tíð. Hversu oft ætlum við íbúar þessa landsvæðis að tryggja, með atkvæði okkar, kvótakerfi sem er lamandi á atvinnulífið. Við þurfum að leita nýrra réttlátra leiða og Samfylkingin hefur þegar kynnt aðrar leiðir sem betri kost.

Það er mótsögn að sveitarfélag sem er algerlega á móti kvótakerfinu eins og það er taki síðan fullan þátt í spillingunni og noti til þess skattpeninga okkar. Við þurfum að vera sannfærandi í málflutningi okkar beina spjótum okkar að stjórnvöldum en ekki að spila með og vera síðan í hlekkjum kvótakerfisins.

Það er draumsýn að halda að bæjarfélagið þyrfti ekki að leigja kvóta sem það myndi kaupa og sú leiga gæti aldrei orðið mikið lægri en leiga á almennum markaði sem hreinlega er að drepa alla útgerð á svæðinu.

Til að auka hlut okkar í veiðum við strendur landsinns þurfum við að leggja áherslu á strandveiðar og berjast ásamt öðrum sveitarfélögum á Íslandi fyrir því að af veiddum afla á línu verði aðeins 80% af aflanum talinn í kvóta. Slík úthlutun skiptist jafnt á alla sem stunda línuveiðar við strendur landsins en er ekki brennimerkt vináttuböndum.

Í kjörklefanum

Vegna sviptinga hjá fyrirt

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli