Frétt

bb.is | 17.05.2002 | 14:25Almenningur dæmi um hver stundar „sprengjukast“

Lárus G. Valdimarsson
Lárus G. Valdimarsson
Lárus G. Valdimarsson, oddviti framboðslista Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, hafði samband við blaðið vegna fréttar er birtist á BB vefnum fyrr í dag af bréfaskriftum Kristins Breiðfjörð, skólameistara Grunnskólans á Ísafirði, til oddvita listanna sem skipa meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla Kristins þess efnis að Lárus hafi „kastað sprengju inn í skólaumræðuna“:
„Það er ástæða til að leiðrétta þann misskilning sem fráfarandi skólastjóri GÍ virðist af einhverjum ástæðum haldinn. Undirritaður svaraði spurningu spyrils RÚV um þau átök sem voru fyrir síðustu kosningar um framtíðarlausn á húsnæðismálum GÍ, og þann skoðanamun sem var milli flokka á þeim tíma. Afstaða mín frá þeim tíma hefur ekki breyst í meginatriðum, en öllum er ljóst að sú lausn sem núverandi meirihluti valdi var bráðabirgðalausn.

Nú er í gangi samkeppni um framtíðarlausn á húsnæðismálum GÍ og hafa borist sjö tillögur sem nú er verið að meta. Að svo margar tillögur hafi borist er að mínu mati jákvætt og ég vona að þær séu vel unnar og leysi þann vanda sem núverandi skólahúsnæði er fyrir starfsemi GÍ.

Ég kannast ekki við að sérstök umræða hafi verið um þessi mál í núverandi kosningabaráttu og tel reyndar ekki þörf á henni fyrr en tillögurnar liggja fyrir. Að ég sé að kasta sprengju inn í einhverja umræðu er því fráleitt. Minnihlutinn hefur einungis lagt fram spurningu um hve margar tillögur hafi borist í þeirri samkeppni sem nú stendur yfir.

Það er kannski mat fráfarandi skólastjóra GÍ að það jaðri við hryðjuverk að hafa aðra skoðun en hann í skólamálum? Ég hef talið að einn af hornsteinum lýðræðis væri skoðana- og tjáningarfrelsi, það er kannski misskilningur? Lesendur verða einfaldlega að dæma um hver stundi „sprengjukast“,“ sagði Lárus og vildi að lokum koma því á framfæri að hann hefði persónulega kosið að fráfarandi skólastjóri GÍ hefði ekki valið að enda farsælan feril sinn hér með þessum hætti.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli