Frétt

Leiðari 20. tbl. 2002 | 15.05.2002 | 13:46Veldur hver á heldur

Einn af hornsteinum lýðræðisins er frelsi til orðs og æðis. Þetta merkir þó engan veginn, sem stundum mætti ætla, að í nafni frelsisins geti menn sagt og gert hvað sem er. Frelsið er dýrmæt og vandmeðfarin gjöf, sem við verðum að gæta vel og nota á skynsamlegan hátt, ekki bara sem einstaklingar heldur einnig sem hluti af samfélagi, sem við komust ekki hjá að bera ábyrgð á.

Ein af skyldum okkar við samfélagið er að leggja hönd á plóginn til að færa það í þá mynd og skapa því þann ramma, sem við æskjum að búa við, rækta garðinn sem við viljum að börnin okkar njóti og þar sem við að loknum löngum vinnudegi getum horft stolt um öxl og notið ávaxta erfiðisins.

Samfélög krefjast leikreglna. Ein af þeim er leiðin til að velja fólk sem samnefnara fyrir skoðanir okkar á því, hvernig málum verði best fyrir komið hverju sinni. Í þessu felst kosningarétturinn, sem enginn skyldi gleyma að eru mannréttindi, sem ekki voru talin sjálfsögð öllum til handa fyrr á tímum.

Rauðu strikin, verðbólga, stöðugleiki: Þrenningin í umræðunni um efnahagsmál undanfarna mánuði. Mönnum er orðið ljóst, að verðbólga er svipuð sjúkdómi sem ekki verður læknaður, heldur einungis hægt að halda í skefjum. Til þess virðist aðeins ein leið fær: Stöðugleiki.

Um sveitarfélög gilda sömu lögmál og þjóðfélagið í heild. Festa, samhliða markvissri framvindu og uppbyggingu, þar sem stakkurinn er sniðinn eftir vexti í stað þess að treysta á kreditkortið, er grunnurinn að velferð sérhvers sveitarfélags og íbúa þess.

Rótleysið í stjórn Ísafjarðarbæjar fyrir og eftir sameiningu sveitarfélaganna, sem gat af sér fimm bæjarstjóra á átta árum, er að baki. Hvað þetta varðar er komið meira jafnvægi í stjórn bæjarins. Þetta má orða á annan veg og færa í búning gamals og góðs orðtækis: Veldur hver á heldur. Einmitt núna er ástæða til að hyggja mjög vel að inntaki þeirra orða.

Sex listar eru í kjöri við kosningarnar í Ísafjarðarbæ 25. maí. Í öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum er flóran ekki jafn fjölskrúðug. Skal hér í engu lagt mat á framboð og eftirspurn, en vissulega er jákvætt þegar áhugi fyrir málefnum samfélagsins er almennur. Á hitt ber að líta að of mikilli uppstokkun fylgir áhætta.

Það er mikilvægt að niðurstaða kosninganna færi vestfirskum sveitarfélögum sterka og samhenta stjórnendur. Þótt mörgum sýnist teikn á lofti í þá veru að varnarbarátta Vestfirðinga sé að snúast í sókn, og miði nú þegar þótt hægt fari, er deginum ljósara að framundan er ströng barátta þar sem tjalda verður öllu því besta sem við höfum yfir að ráða.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli