Frétt

Magnús Ólafs Hansson | 13.05.2002 | 16:50Af hverju Elías Jónatansson?

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.
Ungt framsýnt fólk í Bolungarvík hefur ákveðið að vinna Bolungarvík heilt, með því að gefa kost á sér til þeirra ábyrgðarmiklu starfa, sem stjórn heils sveitarfélags er. Ég fagna áhuga þessa fólks. Það er afskaplega mikilvægt fyrir bæjarfélag okkar að í bæjarstjórn næstu fjögur árin veljist fólk sem vill vinna af heilindum og metnaði að uppbyggingu Bolungarvíkur.
Á engan er hallað þó sagt sé, að fyrir okkur bæjarbúa er það sérstakt fagnaðarefni að Elías Jónatansson lét tilleiðast að leiða D-listann að þessu sinni, eftir að hafa fengið áskoranir mjög margra. Ég veit að ég tala hér fyrir munn fjölmargra Bolvíkinga sem telja það hafa verið hreint happ fyrir okkur að fá Elías í þetta leiðtogaemætti.

Ótrúleg uppbygging

Sá sem þessar línur ritar, átti því láni að fagna að starfa mjög náið með honum um sex ára skeið að uppbyggingarmálum á sviði æskulýðs- og íþróttamála í Bolungarvík. Þar ber að sjálfsögðu hæst hin ótrúlega uppbygging sem unnin var á íþróttavöllunum í Bolungarvík. Hafa margir jafnað því við kraftaverk, í ekki stærra byggðarlagi, að koma upp á ótrúlega stuttum tíma öðrum eins mannvirkjum. Þar munaði um Elías. Hann var ætíð reiðubúinn, dró hvergi af sér, var sífellt til taks jafnt við sléttun vallarins, torflagningu, eða þegar kom að því að safna fjármunum.
Varla leið dagur á þessum tíma að við Elías hittumst ekki, til þess að ráða ráðum okkar varðandi uppbygginguna. Af því má ráða að ég kynntist honum vel.

Réttsýnn leiðtogi

Mörg skemmtileg atvik koma upp í hugann um ýtni Elíasar við að koma verkunum áfram. Hann átti gott með að lynda við fólk og fá það til samstarfs, sem skilaði sér í verki. Eins og gengur hlupu stundum snurður á þráðinn í svona miklum verkum, þar sem margir lögðu hönd á plóginn í sjálfboðaliðsstarfi. Úr öllum slíkum vanda leysti Elías, af þeirri réttsýni, en um leið stefnufestu, sem er honum svo eiginleg.

Fleira er eftirminnilegt frá þessum tíma. Ekki síst það hversu Elías tók mikið tillit til skoðana annarra. Hann hlustaði af athygli en tók síðan ákvarðanir eins og hann taldi skynsamlegastar, með fólkinu. Þetta er einkenni á góðum forystumönnum, jafnt í félagsmálum, sem í bæjarmálum.

Á þeim tíma sem ég var formaður knattspyrnuráðs UMFB var Elías gjaldkeri. Alltaf var ársreikningum skilað á réttum tíma, frágangur reikningsuppgjörs var til fyrirmyndar og tæplega verið betur að verki staðið í annan tíma. Þetta lýsir reglusemi hans, ráðdeildarsemi og heiðarleika.

Njótum forystuhæfileika Elíasar

Af þessum kynnum mínum og fjölmargra annarra Bolvíkinga af Elíasi, vil ég leggja á það mikla áherslu, að við fylkjum okkur um hann og tryggjum að við fáum að njóta forystuhæfileika hans í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Það munar um slíkan mann í forystunni.

Í upphafi greinarinnar spyr ég hvers vegna Elías Jónatansson. Svarið hef ég hér með gefið og skora nú á bæjarbúa að sýna samstöðu sína í verki rétt eins og við uppbyggingu íþróttavallanna og setjum því x við D laugardaginn 25. maí.

Magnús Ólafs Hansson, Bolungarvík.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli