Frétt

Guðni Geir Jóhannesson | 11.05.2002 | 18:39Við efnum loforðin

Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson.
Forystumaður Vinstri grænna í Ísafjarðarbæ fer mikinn á netútgáfu BB undir fyrirsögninni „Loforð og efndir? og beinir þar aðallega spjótum sínum að Framsóknarflokknum. Það virðist hafa farið verulega fyrir brjóstið á Lilju Rafney að líta augum metnaðarfulla og vel unna stefnuskrá framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ, sem hún kallar „loforðalista um allt mögulegt milli himins og jarðar.?
Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ hefur nú lagt fram stefnuskrá sína um það sem við viljum sjá gerast á næstu árum hér í bæjarfélaginu. Við vitum að kannski verður ekki hægt að hrinda því öllu í framkvæmd á næsta kjörtímabili, en það verður örugglega margt af þessu hægt að gera ef Framsóknarflokkurinn kemur sterkur út úr þessum kosningum. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar lögðum við framsóknarmenn fram ítarlega stefnuskrá um hvernig við sæjum framtíð bæjarfélagsins og að hvaða málum væri brýnt að vinna. Ég held að Lilja Rafney hafi ekki kynnt sér þá stefnuskrá og hvað af því er búið að framkvæma á síðustu árum. Grípum nú aðeins niður í stefnuskrá framsóknarmanna fyrir síðustu kosningar:

„Framsóknarmenn stefna að því að skólar sveitarfélagsins verði í fremstu röð á landinu. Öflugur skóli er sterkur þáttur í því að laða fjölskyldufólk í byggðarlagið og mikilvægur hlekkur í byggðaþróun.“

Mikið hefur áunnist í grunnskólamálum, sem m.a. sést á einkunnum á samræmdum prófum, þar hefur orðið gjörbreyting á frá því sem var þegar einkunnir hér vestra voru lægstar á landsvísu. Bráðavandi í húsnæðismálum var leystur á síðasta kjörtímabili og nú stendur yfir samkeppni meðal arkitekta um framtíðarskipulag húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.

„Sérstakt átak verði gert til þess að stuðla að því að sem flestir geti stundað nám í sinni heimabyggð hvort sem um erð að ræða framhaldsskólanám eða nám á háskólastigi.“

Fjöldi manns stunda nú fjarnám á háskólastigi á Vestfjörðum og lítur út fyrir að þeim fjölgi verulega á næsta hausti. Við viljum halda áfram að styðja við bakið á þessari starfsemi.

„Við framsóknarmenn leggjum áherslu á að bókasöfnum verði komið í varanlegt horf, þannig að almenningur hafi betri aðgang að þeim.“

Framkvæmdum við endurbyggingu „Gamla sjúkrahússins“ lýkur að mestu á næstu mánuðum og þá mun Bæjar- og héraðsbókasafnið flytja starfsemi sína þangað. Þetta mun m.a. skipta miklu fyrir nemendur í fjarnámi á háskólastigi.
„Gæta þarf mikils aðhalds í rekstri allra stofnana bæjarfélagsins og reyna að lækka allan rekstrarkostnað hjá sveitarfélaginu í heild sinni. Með því myndi skuldastaða sveitarfélagsins batna.“

Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir aðhaldi í fjármálum bæjarins á undanförnum árum, en samt hefur verið reynt að þoka málum áfram og sem betur fer hefur það tekist. Fjárhagsstaða bæjarfélagsins er nú mun betri en var fyrir fjórum árum, en við leggjum samt áherslu á að farið verði varlega á næstu árum til að eyðileggja ekki þann árangur sem hefur náðst.

Hér að framan hefur verið gripið af handahófi niður í stefnuskrá okkar fyrir síðustu kosningar og getið nokkurs af því sem framkvæmt hefur verið af henni. Þegar Lilja Rafney segir að það sé grátbroslegt að sjá „óskalista framsóknar“ held ég að það sé af því að henni hafi brugðið við að sjá svo vel unna og metnaðarfulla stefnuskrá eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram. Þar er tekið á mjög mörgum málum stórum og smáum, bæði sem lúta forræði sveitarfélagsins, eða bæjaryfirvöld þurfa að vinna að í samstarfi við ríkisvaldið eða fyrirtæki í bænum.

X–B fyrir þekkingu, þróun og festu í Ísafjarðarbæ.

Guðni Jóhannesson. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar í Ísafjarðarbæ.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli