Frétt

bb.is | 10.05.2002 | 10:48Blómlegur vetur gerður upp á uppskeruhátíð Skíðafélags Ísfirðinga

Yngsti hópur skíðakrakka í alpagreinum sem fékk viðurkenningu á uppskeruhátíð Skíðafélagsins í gær.
Yngsti hópur skíðakrakka í alpagreinum sem fékk viðurkenningu á uppskeruhátíð Skíðafélagsins í gær.
Árleg uppskeruhátíð Skíðafélags Ísfirðinga fór fram á sal Grunnskólans á Ísafirði í gær, fimmtudag, og mætti þar margt skíðabarna sem stundað hafa íþróttina af krafti í vetur, foreldrar þeirra og þjálfarar til þess að gera upp starfsemi félagsins á liðnum vetri. Eftir að gestir höfðu gætt sér á ljúffengum kökum af öllu tagi, sem sveigðu dekkað hlaðborð í salnum, voru þeim skíðabörnunum sem þóttu hafa sýnt hvað besta ástundun, árangur og framfarir í vetur veittar viðurkenningar auk þess sem stigameistarar allra flokka fengu afhenta forláta bikara til varðveislu.
Sem dæmi um ótrúlega ástundun sumra krakkanna má nefna að Anna María Guðjónsdóttir, sem hlaut mætingaverðlaun í flokki 11-12 ára barna, mætti á 113 af þeim 115 æfingum sem haldnar voru í hennar flokki í vetur. Víst er að engum þarf að koma á óvart góður árangur skíðafólks í bæjarfélaginu í vetur þegar ungir skíðagarpar sýnir hvílíkan metnað við æfingarnar. Einnig voru eldri garpar, þeir Jóhann Króknes Torfason, umsjónarmaður skíðasvæða Ísafjarðarbæjar, og Kristján Rafn Guðmundsson, gönguskíðamaður, heiðraðir á hátíðinni og fengu forláta blómvendi afhenta við tækifærið.

Eftirtaldir urðu stigameistarar skíðafélagsins í vetur.
Alpagreinar:
9 ára drengir, Ólafur Njáll Jakobsson
9 ára stúlkur, Brynhildur Benediktsdóttir
10 ára drengir, Hjörtur Ólafsson
11 ára stúlkur, Ingibjörg Elín Magnúsdóttir
11 ára drengir, Jón Guðni Pálmason
12 ára stúlkur, Anna María Guðjónsdóttir
12 ára drengir, Arnar Friðrik Albertsson
13-14 ára stúlkur, Inga Rut Kristinsdóttir
13-14 ára drengir, Kristinn Gauti Einarsson
15- 16 ára stúlkur, Sigríður Heiða Kristjánsdóttir

Norrænar greinar:
8 ára og yngri, Sigrún Arnarsdóttir
9-10 ára drengir, Elías Jónsson
9-10 ára stúlkur, Sólveig G. Guðmundsdóttir
11-12 ára drengir, Brynjólfur Óli Árnason
13-14 ára stúlkur, Jóhanna Bárðadóttir
13-14 ára drengir, Arnar Björgvinsson
15-16 ára stúlkur, Íris Pétursdóttir
15-16 ára drengir, Kristján Ásvaldsson
17-19 ára stúlkur, Sandra Dís Steinþórsdóttir

Þá má geta þess að á Andrésar andarleikunum sem haldnir voru á Akureyri 24. – 27. apríl sl. náði Skíðafélag Ísfirðinga sínum besta árangri í mörg ár í alpagreinum en tugir og jafnvel hundruð keppenda voru í hverri grein. Hæst bar árangur Guðrúnar Huldu Gunnarsdóttur sem varð í öðru sæti í svigi 12 ára stúlkna en sigurvegari þar var Kristina Antonsen frá Noregi. Í sömu grein varð Anna María Guðjónsdóttir í fimmta sæti og Hildur María Helgadóttir í sjötta sæti. Anna María náði einnig þeim góða árangri að verða fjórða í stórsvigi og fimmta í risasvigi en þar varð Guðrún Hulda Gunnarsdóttir í níunda sæti en keppendur voru alls 50.

Í flokki 11 ára stúlkna stóð Ingibjörg Elín Magnúsdóttir sig með prýði en hún varð í fjórða sæti í risasvigi og í sjötta sæti í svigi og stórsvigi. Í sama aldursflokki varð Matthildur María Guðmundsdóttir í áttunda sæti í sviginu og þær Ólafía Kristjánsdóttir í sjöunda sæti og Dagný Fjóla Jóhannsdóttir í tíunda sæti í stórsvigi. Þá náði Ólafía einnig sjötta sæti í risasviginu. Í flokki 11 ára drengja í stórsvigi náði Jón Guðni Pálmason þeim góða árangri að verða í fjórða sæti og stóð hann sig sömuleiði vel í svigi og risasvigi þar sem hann varð sjötti og Ásgeir Gumundur Gíslason áttundi. Í flokki 9 ára stúlkna varð Brynhildur Benediktsdóttir í fjórða sæti í stórsvigi og Elín Jónsdóttir í fimmta sæti í svigi. Í flokki 7 ára drengja varð Hinrik Elís Jónsson í fimmta sæti í svigi og Ásgeir Hinrik Gíslason í sextánda sæti í sömu grein en keppendur voru 92.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli