Frétt

| 24.07.2000 | 12:46Yfir 200 gestir komu að skoða

Gestir þágu veitingar eftir skoðunarferð um fyrirtækið.
Gestir þágu veitingar eftir skoðunarferð um fyrirtækið.
Nasco Bolungarvík hf. bauð fyrir helgina Bolvíkingum öllum sem heimangengt áttu, svo og öðrum gestum, að kynna sér starfsemina. Að sögn Agnars Ebeneserssonar rekstrarstjóra höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins fundið fyrir vilja bæjarbúa til að fá að kynna sér starfsemi þess.
Gestir fengu að skoða húsakynni félagsins og voru farnar skipulegar skoðunarferðir um verksmiðjuna þar sem menn gátu í gegnum gler horft á vinnslu sem þá var í fullum gangi.

„Við dreifðum miðum í hús í Bolungarvík þar sem kynningin var auglýst og fengum mjög góðar viðtökur. Rúmlega 200 manns heimsóttu fyrirtækið og fóru þeir flestallir í skoðunarferð um verksmiðjuna. Einnig var boðið upp á kaffi og kökur í veislusal félagsins og voru þeir fáir sem flotinu neituðu“, sagði Agnar.

Rækjuverksmiðja Nasco Bolungarvík hf. er meðal þeirra afkastamestu hér á landi og þótt víðar væri leitað. Eftir umfangsmiklar breytingar á verksmiðjunni síðustu tólf mánuði hefur náðst verulegur árangur í afköstum, nýtingu og gæðum afurðanna. Verksmiðjan hefur verið samþykkt til að framleiða fyrir nokkrar af stærstu og kröfuhörðustu verslanakeðjum í Bretlandi og framleiðslan er eftirsótt á helstu mörkuðum fyrir skelfletta rækju.

Nasco ehf. (North Atlantic Seafood Company) var stofnað árið 1995. Frá þeim tíma hefur félagið vaxið hratt og styrkt stöðu sína í viðskiptum innanlands sem utan. Á þessum skamma tíma hefur félagið margfaldað umsvifin og byggt upp traust viðskipti með hráefni og afurðir.

Starfsemi félagsins teygir arma sína víða um heim og snýst að verulegu leyti um rækjuiðnað. Þannig rekur félagið umfangsmikla útgerð rækjutogara sem veiða á fjarlægum miðum og eina af öflugustu rækjuverksmiðjum landsins í Bolungarvík.

Auk þess er Nasco umsvifamikið í sölu og miðlun á kaldsjávarrækju, hvort sem um er að ræða sjófrysta rækju í skel eða pillaða rækju frá eigin verksmiðju og öðrum framleiðendum.

Stærstu hluthafar Nasco ehf. eru Skagstrendingur hf., Egill Guðni Jónsson og Burðarás hf. Stjórn félagsins skipa Egill Guðni Jónsson, Adolf Berndsen og Þórður Magnússon. Framkvæmdastjóri er Bergur Elías Ágústsson og rekstrarstjóri hjá Nasco Bolungarvík hf. er Agnar Ebenesersson.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli