Frétt

Elvar Logi Hannesson | 09.05.2002 | 19:40Menning fyrir alla

Elvar Logi Hannesson.
Elvar Logi Hannesson.
Það er óhætt að segja að menningarlífið í Ísafjarðarbæ sé gott og fjölbreytt. Margir vilja jafnvel meina að við höfum of mikið af menningunni og við séum einfaldlega ekki nógu mörg til að geta mætt á allar uppákomurnar. Það er sjálfsagt margt til í þessu og kannski að nærtækasta dæmið sé síðastliðin Skíðavika þar sem fjöldi listviðburða var hreint ótrúlegur og hörð samkeppni um áhorfendur. En það er bara að hinu góða heimamenn og gestir höfðu úr einhverju að velja og var gerður góður rómur af öllum dagskrárliðum.
Við getum verið stolt að listalífinu hér í bæ og eigum ekkert að vera feiminn við að monta okkur af því við þá sem verða á vegi okkar. Sá sem hér pikkar á lyklaborðið getur og nefnt það að öll sú fjölbreytta menningarflóra okkar vekur athygli víða um landið og hef ég ósjaldan verið spurður hvernig standi á allri þessari menningu og kannski ekki síður, vantar ekki áhorfendur til að mæta á alla þessa listviðburði? Jafnan reynir maður nú að vera hæverskur í svari og segja: Jú, jú, nóg af fólki á senunni sem og í salnum. Og bæti svo við: Reyndar hefur verið óvenju rólegt yfir þessu hjá okkur núna ekki nema tvær, þrjár leiksýningar, myndlistasýningar og tónleikar.

En af öllu gríni slepptu þá er það hverjum bæ mikilvægt að geta haldið úti öflugu menningarlífi og þá ekki síður eftir því sem bærinn er stærri. Listafólkið okkar er á öllum aldri og skapar það mjög skemmtilega breidd hvað varðar fjölbreytileika uppákoma. Með þessu er ég þó ekki að segja að þeir eldri séu að pukrast í sínu horni og æskan í sínu, allir leggja saman krafta sína og miðla sinni reynslu og útkoman verður um leið skemmtileg og fjölbreytt.

Æskan í Ísafjarðarbæ hefur verið öflug í menningarlífinu og gefur þeim eldri ekkert eftir. Leikfélag Grunnskólans á Ísafirði sem og Menntaskólans hafa í gegnum árin sett upp metnaðarfullar leiksýningar sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Það lýsir kannski best krafti æskunnar þegar litið er til Morrans sem var einmitt stofnaður af ungu fólki og er mikilvægt að við getum haldið áfram að aðstoða þau við að koma hugmyndum sýnum á framfæri.

Morrinn er að hefja sitt fjórða starfsár nú í sumar og er gaman að geta nefnt það að um stjórnartaumana að þessu sinni halda tveir ungir piltar sem voru í Morranum fyrstu árin. Morrinn hefur þegar vakið mikla athygli um land allt og hafa önnur sveitarfélög komið á fót samskonar leikhúsum og hafa þá notað Morrann sem fyrirmynd. Morrinn hefur allt frá upphafi farið víða um land með sýningar sínar og hvarvetna vakið verðskuldaða athygli. Um leið hafa þau kynnt bæinn okkar vel og ég fullyrði að besta kynningin á bænum okkar er unga fólkið. Þau hafa sýnt það í verki og við getum verið stollt af þeim.

Höldum áfram að hlusta á hugmyndir unga fólksins og komum þeim í framkvæmd.

Elfar Logi Hannesson. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli