Frétt

bb.is | 07.05.2002 | 11:55Afkoma Orkubúsins heldur lakari árið 2001en áætlanir gerðu ráð fyrir

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Aðalfundur Orkubús Vestfjarða hf. var haldinn föstudaginn 3. maí sl. í aðalskrifstofum fyrirtækisins á Ísafirði. Fundinn sátu fulltrúar í stjórn og varastjórn fyrirtækisins, orkubússtjóri auk þriggja deildarstjóra og Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, fyrir hönd ríkisins sem er nú eini hluthafinn. Í ársskýrslu fyrir árið 2001 kemur fram að árið var mjög gott fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða hf. og framleiðsla vatnsaflsvirkjana í meðallagi.
Afkoman var samt heldur lakari á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir en rekstraráætlun gerði ráð fyrir rekstrartapi að upphæð 101,0 m.kr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð tap af rekstri um 112,7 m.kr. Afskriftir námu alls 290,5 m.kr. og voru eignir fyrirtækisins í árslok 2001 alls 4.662 m.kr. og heildarskuldir 363 m.kr. Eigið fé nam því alls 4.299 m.kr., sem er um 92,2% af heildafjármagni.

Heildarorkuöflun Orkubúsins jókst um 1,3% frá fyrra ári og nam alls 232,7 GWh. Eigin orkuvinnsla var 87,5 GWh eða 37,6% og orkukaup af Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins og Funa voru 145,2 GWh eða 62,4% af heildarorkuöfluninni. Orkusala jókst um 0,8% frá fyrra ári og nam alls 194,2
GWh. Til húshitunar voru seldar 133,8 GWh sem er 68,9% af heildarorkusölu fyrirtækisins og er sá þáttur orkusölunnar nánast óbreyttur milli ára.

Á árinu 2001 var 353,4 m.kr. varið til fjárfestinga og var stærsta einstaka verkefnið endurbygging Þverárvirkjunar. Ný vél virkjunarinnar var gangsett í lok árs 2001 og afl hennar aukið í 2,2 MW og er búist við að árleg orkuframleiðsla tvöfaldist og færist að stórum hluta yfir á vetrartímann. Af öðrum framkvæmdum má nefna endurbætur á dreifikerfi raforku í þéttbýli, stækkun dreifikerfis hitaveitu og endurbyggingu ýmissa aðveitulína.

Þá hélt Orkubú Vestfjarða áfram rannsóknum á möguleikum til frekari orkuöflunar á Vestfjörðum. Unnið var að virkjunarrannsóknum á Glámuhálendinu og lokið við gerð afrennslislíkans af svæðinu en tvær verkfræðistofur vinna nú að endurskoðun á eldri áætlunum á grundvelli þessa nýja líkans og er reiknað með að henni ljúki fljótlega. Þykir ýmislegt benda til að Glámuvirkjun muni verða nokkuð dýrari en sambærilegir virkjunarkostir annars staðar á landinu.

Sem kunnugt er urðu þær breytingar á félagsformi Orkubús Vestfjarða árið 2001 að fyrirtækinu var breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag. Í framhaldi af því seldu sveitarfélögin ríkinu hlut sinn í Orkubúinu en ríkið hafði áður lagt fram tilboð um kaup á hlut sveitarfélaganna miðað við að virði fyrirtækisins væri 4,6 milljarðar króna. Í dag er Orkubúið að fullu í eigu ríkisins og í skýrslu orkubússtjóra, Kristjáns Haraldssonar, kemur fram að nýr eigandi hafi ekki enn sem komið er óskað breytinga á rekstraráherslum fyrirtækisins og því starfaði fyrirtækið með hefðbundnum hætti allt síðastliðið ár. Telur Kristján æskilegt að fyrirtækið verði eflt með útvíkkun á starfssvæði þess og/eða samruna við önnur fyrirtæki, en hvernig svo sem verður staðið að útvíkkun á starfseminni, verði að hafa þá grunnforsendu að leiðarljósi að það verði starfsemi á Vestfjörðum sem eflist til hagsbóta og heilla fyrir vestfirskar byggðir.

Á aðalfundinum voru kosnir í stjórn þeir Helgi Bjarnason frá Reykjavík, stjórnarformaður, Þorsteinn Jóhannesson frá Ísafirði, varaformaður, Ólafur Þ. Benediktsson frá Bolungarvík, Björgvin Sigurjónsson frá Tálknafirði og Haraldur Jónsson frá Hólmavík.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli