Frétt

Kreml.is - Eiríkur B. Einarsson | 04.05.2002 | 13:26Játningar fréttafíkils – í útlegð

Eiríkur Bergmann Einarsson.
Eiríkur Bergmann Einarsson.
Þrátt fyrir að vera búsettur í Osló hef ég sennilega aldrei fylgst betur með þjóðmálumræðunni á Íslandi. Hef ég þó verið haldinn alvarlegri fréttasýki um langt árabil. Netið er einhvert mesta galdratæki sem fundið hefur verið upp á ofanverðum öldum. Þótt menn hafi átt heldur erfitt með að græða peninga á Netinu að undanförnu þá hefur það samt leitt til algerar byltingar meðal okkar notendanna. Samanburðurinn við ástandið þegar ég var búsettur í Danmörku fyrir nokkrum árum er ekkert minna en sláandi.
Nú er ég í miklum og daglegum samskiptum við kollega, vini og vandamenn á Íslandi - og reyndar víðar um heim - í gegnum tölvupóst, vefspjall og smáskilaboð úr farsímanum. Á árunum í Danmörku var ég hins vegar nær algerlega einangraður frá Íslandi, ef frá eru talin einstaka símtöl og stopular heimsóknir frá Fróni. Miðað við upplýsinga- og samskiptaflóðið nú voru þá myrkar miðaldir. Reyndar hafði ég aðgang að Netinu í skólanum en þar var fátt að finna og tölvupóstsendingar ekki almennar. Ég er heldur ekki viss um að hugtakið sítenging hafi verið til þá. Samt eru aðeins nokkur ár síðan.

En svo ég komi mér nú að efninu. Ég ætla hér á eftir að meta gæði Netveitu íslenskra fjölmiðla. Það fer hinsvegar ekki endilega saman við gæði innihaldins.

Netmiðlar

Þjóðfélagsumræðan er að miklu leiti komin inn á vefinn, - á vefrit einsog þetta. Þar fer Strikið fremst í flokki. Ásgeir Friðgeirsson á heiður skilinn fyrir öfluga ritstjórn á Pressunni sem er orðinn nauðsynlegur viðkomustaður í upphafi hvers dags. Og raunar oft á dag. Þar tek ég púlsinn á þjóðfélaginu, áður en ég skrepp á rúntinn; á Silfur Egils, Múrinn, Deigluna og Andríki. Aðra vefi heimsæki ég sjaldnar en Sellan, Pólitík og Frelsi eiga líka oft góða spretti. (Ég hef einhverra hluta vegna aldrei náð neinu sambandi við framsóknarvefina, Maddömuna og Hriflu.)

Dagblöð

Af Dagblöðum stendur Fréttablaðið sig best. Ekki einasta halda þeir úti vel uppfærðri fréttaveitu á Vísi.is (sem nú hefur verið yfirtekið af stúlkunum á femin.is) heldur getur maður líka sótt þangað blað dagsins á pdf. formi og prentað það út. Þrátt fyrir að skjárinn venjist þá er blaðið enn betra.

Það er þó engin spurning að mbl.is er lang besta fréttaveitan á Netinu. Þangað er förinni heitið þegar leitað skal að ábyggilegum og ítarlegum upplýsingum. Erlendar fréttir eru þar í algerum sérflokki. Í þeim efnum kemst enginn á Íslandi með tærnar þar sem Mogginn hefur hælana. Gagnasafnið svínvirkar líka.

DV er sennilega það blað sem mest hefur komið á óvart að undanförnu. Blaðið er hreinlega stútfullt af ferskum fréttum og vönduðum fréttaskýringum. Þar hefur heldur betur verið hreinsað til. Gula slikjan sem áður lá yfir blaðinu er svo gott sem farin og enginn almennilegur fréttafíkill getur lengur hunsað blaðið.

Netútgáfa DV á Strikinu er nýjasta viðbótin við fréttaveitur á Netinu, en á þó langt í land með að ná Fréttablaðinu og Morgunblaðinu að magni og aðgengi. Til að mynda láta þeir DV menn oft duga að birta bara innganga fréttanna á Netinu. Það fer þó mest í taugarnar á mér að geta ekki lesið kjallagreinarnar í DV á Netinu.

Sjónvarp

Bæði Stöð 2 og Ríkissjónvarpið birta kvöldfréttatíma sína, og umræðuþættina sem þeim fylgja, á Netinu og má vart á milli sjá hvor stendur sig betur. Ríkissjónvarpið hefur þó vinninginn því þeir eru bæði sneggri á Netið og maður lendir sjaldnar í tækniveseni með kerfið þeirra. Eins er hægt að horfa á fréttir RÚV í beinni útsendingu þótt gæðin séu æði misjöfn. Stöð 2 mætti gjarnan athuga með slíkt líka. En til að gæta sannmælis þá er rétt að nefna að Netviðmótið á fréttum Stöðvar 2 er betra en hjá RÚV og hljóðgæði skárri. (Fyrir tæknifrík: Stöð 2 sendir út í gegnum Real player en Rúv notast við Windows Media player.)

Skjár 1 sendir því miður ekki lengur út eigin fréttartíma en státar eigi að síður af lang besta kjaftaþætti landsins, - Silfri Egils. Silfrið er sent út á áðurnefndu vefsvæði Egils Helgasonar á Strikinu en er því miður uppfært alltof sjaldan. Oftast líður tæp vika frá sjónvarpsútsendingu þar til þátturinn er aðgengilegur á Netinu. Kannski að þeir vandi sig eitthvað betur við þetta því ég lendi aldrei í neinum tæknivandræðum með Silfrið, en það gerist því miður reglulega hjá hinum.

Útvarp

Tölvan mín er líka útvarp. Ég get hlustað á svo til allt sem ég vil í íslensku útvarpi yfir Netið, og það í beinni útsendingu. Fyrir utan fréttir á Rúv og Bylgjunni opna

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli