Frétt

mbl.is | 02.05.2002 | 17:08Níu ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur hefur dæmd austurrískan ríkisborgara, Kurt Fellner, til að sæta 9 ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot en maðurinn var handtekinn með 67.485 e-töflur á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var staddur vegna millilendingar á leið frá Amsterdam til New York. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 12 ára fangelsi sem var þyngsti dómur sem kveðinn hafði verið upp í fíkniefnamáli enda hefur ekki í annan tíma verið gert upptækt jafn mikið magn af fíkniefnum hérlendis.
Fíkniefnin voru falin í fölskum botni í tösku Fellners. Hann hélt því fram við yfirheyrslur að hann hefði ekki vitað hvað var í töskunni. Hæstiréttur taldi hins vegar sýnt af framburði tollvarða að Fellner vissi um falska botninn í töskunni og hlaut að vita að þarna voru fíkniefni geymd, en af frásögn hans verði ráðið að hann kærði sig kollóttan um hvaða efni það voru. Einnig hafi komið fram, að austurrískur ræðismaður sé í Dóminíska lýðveldinu, þar sem Fellner kvaðst hafa búið og starfað, en hann sagðist allt að einu hafa farið heim til Austurríkis í þeim tilgangi aðallega að fá vegabréf sitt endurnýjað. Vegabréfið, sem hann bar á sér á Keflavíkurflugvelli, var gefið út í Vínarborg 6. september 2001 og talið ófalsað. Engir stimplar voru í því sem sýndu ferðalög hans, enda ónotað.

Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var af hálfu ákæruvalds fallið frá því ákæruatriði að Fellner hafi sjálfur ætlað að selja fíkniefnin í Bandaríkjunum og segir Hæstiréttur að eins og málið liggur fyrir verði ekki á því byggt að Fellner hafi verið eigandi fíkniefnanna. Ferðasaga hans sé öll með ólíkindum, en af hálfu ákæruvalds hafi þó engar athuganir verið gerðar sem gætu varpað á hana ljósi.

Með vísan til þessa og forsendna héraðsdóms að öðru leyti féllst Hæstiréttur á þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að Fellner hafi haft fíkniefnin í vörslum sínum í því skyni að afhenda þau og vitað að þau voru ætluð til sölu og dreifingar. Jafnframt lítur Hæstiréttur til þess að ekki hafi tekist að útiloka þann framburð Fellners að hann hafi ekki átt frumkvæði að þessum flutningum. Sé ekki annað leitt í ljós en að hann hafi einungis verið flutningsmaður efnanna gegn 5000 dollara þóknun. Hins vegar sé brot hans stórfellt, þar sem um mikið magn fíkniefna með mikla hættueiginleika var að ræða, og hann eigi sér engar málsbætur.

Þrír dómarar Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson vildu dæma Fellner í 9 ára fangelsi, en Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein töldu, að fyrri dómar Hæstaréttar á þessu sviði og hið gífurlega magn hættulegra fíkniefna, sem ætti sér engin fordæmi í réttarframkvæmd hér á landi, gerðu það að verkum, að refsing Fellners ætti vera 10 ára fangelsi.

Mbl.is

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli