Frétt

mbl.is | 02.05.2002 | 17:07Delta fær Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Lyfjafyrirtækið Delta hf. hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands og tók Róbert Wessman framkvæmdastjóri fyrirtækisins við verðlaununum úr hönd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum.
Lyfjafyrirtækið Delta hf. var stofnað árið 1981 og fagnaði 20 ára afmæli sínu fyrir rúmu hálfu ári síðan. Lyfjaverksmiðja tók til starfa í ársbyrjun 1983 og ný verksmiðja var byggð í Hafnarfirði árið 1999. Delta hf. á nú dótturfélög bæði hér á landi og á Bretlandseyjum, Danmörku og Möltu. Framleiðslugeta fyrstu verksmiðjunnar var um 250.000 töflur á ári, en framleiðslugeta fyrirtækisins er nú, eftir kaupin í fyrra á lyfjafyrirtækinu Pharmamed á Möltu, um 3,5 milljarðar taflna á ári.

Fyrirtækið seldi um 20 lyfjategundir til jafnmargra landa á síðasta ári og voru 85% tekna félagsins tilkomin vegna sölu erlendis. Eftir sameiningu Delta og Omega Pharma fyrr á þessu ári er gert ráð fyrir að erlend sala verði enn hærra hlutfall heildartekna og að velta fyrirtækisins verði á þessu ári um 10,5 milljarðar.

Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt og í úthlutunarnefndinni sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en Útflutningsráð ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Að þessu sinni sátu í nefndinni: Stefán L. Stefánsson, Ágúst Einarsson, Einar Benediktsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Páll Sigurjónsson, sem einnig var formaður nefndarinnar.

Áður hafa eftirtalin fyrirtæki hlotið útflutningsverðlaunin: GoPro Landsteinar hf. (2001), Bakkavör hf. (2000), Flugfélagið Atlanta ehf. (1999), SÍF hf. (1998), Hampiðjan hf. (1997), Eimskipafélag Íslands (1996), Guðmundur Jónasson hf. (1995), Sæplast hf. (1994), Íslenskar sjávarafurðir hf. (1993), Össur hf. (1992), Flugleiðir (1991), Marel hf. (1990) og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (1989).

Útflutningsverðlaun forseta Íslands eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.

Verðlaunahafinn fær í hendur sérhannaðan verðlaunagrip og skjal, auk þess sem hann fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Kristni E. Hrafnssyni en merki Útflutningsverðlaunanna er eins og áður hannað af Hilmari Sigurðssyni.

Mbl.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli