Frétt

bb.is | 02.05.2002 | 11:09Vel heppnuð Laxnesshátíð á sumardaginn fyrsta

Herdís Anna flytur lag úr óperunni Rhodymenia palmata ásamt hljómsveit.
Herdís Anna flytur lag úr óperunni Rhodymenia palmata ásamt hljómsveit.
Á sumardaginn fyrsta stóðu Menntaskólinn á Ísafirði og Tónlistarskóli Ísafjarðar sameiginlega fyrir Laxnesshátíð undir yfirskriftinni ,,Bráðum kemur betri tíð“ til að minnast aldarafmælis skáldsins þann 23. apríl síðastliðinn. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum var í boði auk ljúffengra veitinga í þjóðlegum stíl. Fjórir nemendur menntaskólans, þau Bryngerður Hjaltadóttir, Engilráð Ósk Einarsdóttir, Sigríður Guðrún Guðjónsdóttir og Sigurður Pétur Ólafsson lásu valda texta og ljóð upp bókum Laxness en umsjón með upplestrinum hafði Emil Ingi Emilsson, íslenskukennari.
Eyvindur Eiríksson, rithöfundur, fjallaði um æviverk skáldsins og þá sérstaklega um Gerplu, og taldi hann að hún væri stórlega vanmetin og enn lítt rannsökuð. Hlynur Þór Magnússon, blaðamaður, sagði skemmtisögur af sveitungum sínum í Mosfellsdal og lýsti viðhorfum þeirra til skáldsins á Gljúfrasteini.

Tónlistardagskráin var einnig allviðamikil og fjölbreytt enda hafa fjölmörg tónskáld spreytt sig á kvæðum Laxness og eru sum þessara laga orðin hálfgerð þjóðareign. Fjórir söngnemendur Tónlistarskólans, þau Brynjar Már Brynjólfsson, Herdís Anna Jónasdóttir, Sandra Björg Gunnarsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, fluttu úrval laga eftir ýmis tónskáld við kvæði Laxness, stundum fleiri en eitt lag við sama kvæðið og var athyglisvert að heyra hversu ólíkt má tónsetja slíka texta.

Meðal þeirra laga sem voru sungin má nefna Maístjörnuna, Hvert örstutt spor, Vögguljóð á Hörpu, Maríukvæði, Hjá lygnri móðu og Úmglíngurinn í skóginum. Píanóundirleik með söngnemendum önnuðust þær Beáta Joó, Iwona Kutyla og Sigríður Ragnarsdóttir, en lítil hljómsveit lék með í hinu kabarettaktuga lagi Hjálmars Ragnarssonar (Aftaná nafnspjald) úr óperunni Rhodymenia palmata. Guðrún Jónsdóttir, söngkennari, hafði umsjón með söngdagskránni.

Þá söng Stúlknakór Tónlistarskólans nokkur lög undir stjórn Mariolu Kowalczyk og við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar. Staðartónskáldið Jónas Tómasson lét sitt heldur ekki eftir liggja og samdi litla Elegíu fyrir blokkflautu, fiðlu og píanó í tilefni hátíðarinnar, og var henni vel tekið í flutningi þeirra Önnu Sigurðardóttur, Söndru R. Jóhannesdóttur og Tómasar Árna Jónassonar

Ekki var annað að heyra en áheyrendur væru ákaflega ánægðir með kvöldið og dagskráin í heild skólunum og skáldinu til mikils sóma. Voru gestir sammála um að að oftar mætti bjóða upp á dagskrár af svipuðu tagi og að Hamrar væru einstaklega hentugir til þess þar sem saman færi hlýleiki og góður hljómburður.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli