Frétt

bb.is | 02.05.2002 | 10:07Forseti ASV hvetur til sameiningar stéttarfélaga

Fjölmenn kröfuganga var á Ísafirði á alþjóðlegum baráttumdegi verkafólks þann 1. maí 2002.
Fjölmenn kröfuganga var á Ísafirði á alþjóðlegum baráttumdegi verkafólks þann 1. maí 2002.
„Það er áreiðanlega einsdæmi í siðmenntuðum löndum að á sama tíma og arður auðmanna af fyrirtækjum, hlutabréfum og öðru fjármagnsbraski ber 10% skatt, greiða öryrkjar, ellilífeyrisþegar og verkafólk yfir höfuð 38,54% skatt af tekjum umfram 68 þúsund á mánuði?, sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, í ræðu dagsins á 1.maí fundi verkalýðsfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði í gær.
Um sexhundruð manns sóttu fundinn sem var haldinn eftir fjölmenna kröfugöngu frá Baldurshúsinu við Pólgötu undir fánum félaganna og kröfuspjöldum dagsins. Margt var til afþreyingar í tilefni dagsins, ávörp og skemmtiatriði fyrir unga sem aldna. Auk aðalræðunnar flutti Illugi Jökulsson ávarp, Lúðrasveit Tónlistarskólans lék undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, Hattur og Fattur glöddu börnin og Laddi brá sér í hlutverk Eiríks Fjalars. Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Herdís Anna Jónasdóttir sungu við undirleik Sigríðar Ragnarsdóttur, auk margs annars sem á boðstólum var.
Í ræðu sinni hvatti Pétur Sigurðsson til sameiningar stéttarfélaga á Vestfjörðum sem hann sagði verkalýðshreyfingunni lífsnauðsyn, þar sem nú væri meiri þörf en nokkru sinni á sameinaðri verkalýðshreyfingu sem þyrði að beita óhefðbundnum aðferðum. „Til sóknar í þeirri stöðu sem við erum nú, þarf órofa heild alls launafólks, ekki fámenn félög út af fyrir sig. Atvinnurekendur studdir af ríkisvaldi eru í dag miðstýrt afl sem býr yfir milljarða verkfallssjóðum sem fámenn félög ráða ekkert við?, sagði Pétur. „Verkalýðshreyfingin er og hefur verið allt of veik og sundurþykk á hinu pólitíska sviði? sagði hann ennfremur og minnti á „að ríkjandi stjórnmálaöfl hafa leynt og ljóst breytt þjóðfélagsskipun okkar þannig að grjóthörð og tilfinningalaus fjármagnshyggjan er alls ráðandi. Einkavæðing, einstaklingsframtak, hagræðing og hagnaðarvon fjármagnsins hafa verið leidd til öndvegis í stað samhjálpar og sameignar?.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli