Frétt

| 25.01.2000 | 13:22Kaup Ísafjarðarbæjar á Fundvís ÍS standa

Úrskurður féll í gær fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, Ísafjarðarbæ í vil, í máli sem reis vegna þess að bærinn neytti forkaupsréttar og gekk inn í kaup á bátnum Fundvís ÍS 881 ásamt veiðileyfi og aflahlutdeild. Sl. föstudag úrskurðaði sjávarútvegsráðuneytið um stjórnsýslukæru í sama máli, þar sem kærð var sú ákvörðun Ísafjarðarbæjar að neyta forkaupsréttar. Úrskurður sjávarútvegsráðuneytis var á þá leið, að ákvörðun bæjarins sé ekki kæranleg til ráðuneytisins og var því ekki tekin efnisleg afstaða til hennar. Með öðrum orðum var málinu vísað frá.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað 6. janúar sl. að neyta forkaupsréttar að bátnum og jafnframt að gefa útvegsmönnum og útgerðum með heimilisfesti í sveitarfélaginu kost á að kaupa hann. Ísafjarðarbær auglýsti bátinn síðan til sölu með framangreindum skilmála.

Málsatvik eru þau, að 3. nóvember sl. samþykktu forsvarsmenn Vís ehf., Urðarvegi 19, Ísafirði, sem átti bátinn, „svokallað" gagntilboð (eins og það er orðað í úrskurði héraðsdóms í gær) Ingvars Árnasonar og Varar ehf. (gerðarbeiðenda) við gagntilboði. Síðan segir í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða: „Var þar kveðið á um sölu bátsins til gerðarbeiðenda fyrir kr. 99.000.000, sem skyldu greiðast með nánar greindum peningagreiðslum að fjárhæð kr. 77.000.000, en að öðru leyti með afhendingu á bátnum Snædísi RE 27. Ráðgerð afhending bátsins var þann 20. nóvember sl. Í tilboðinu var gerður fyrirvari um ástand bátsins Snædísar RE 27, en gerðarþoli [Vís ehf.] féll frá þeim fyrirvara þann 8. nóvember sl. Aldrei kom til þess að gengið yrði frá skriflegum kaupsamningi í kjölfar þess. Með bréfi dagsettu 7. desember sl. tilkynnti lögmaður gerðarþola Kvóta- og skipasölunni ehf., sem milligöngu hafði um kaupin, að gerðarþoli hefði ákveðið að falla frá sölu bátsins af þar nánar tilgreindum ástæðum. Gerðarbeiðendur kváðust halda kaupunum upp á gerðarþola, sem tilkynnti þeim með bréfi dagsettu 20. desember sl. að hann myndi efna þau af sinni hálfu, en tók fram að hann hefði boðið Ísafjarðarbæ forkaupsrétt að bátnum með vísan til 11. gr. laga nr. 38/1990. [...] Fyrir liggur að annar gerðarbeiðenda, Vör ehf., flutti lögheimili sitt til Ísafjarðarbæjar eftir að kaupin tókust og segjast gerðarbeiðendur ætla að gera Fundvísan út frá Suðureyri."

Einnig segir í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða: „Verður að telja að forkaupsréttur Ísafjarðarbæjar að Fundvísi ÍS 881 hafi orðið virkur um leið og gerðarþoli varð bundinn af samningi sínum við gerðarbeiðendur, sem aðilar eru sammála um að hafi orðið 3. nóvember sl., þótt aldrei kæmi til þess að þeir gengju frá formlegum kaupsamningi að tilboði samþykktu. Á þeim degi áttu gerðarbeiðendur báðir heimili utan Ísafjarðarbæjar. Verður ekki talið að forkaupsrétturinn hafi fallið niður með því að annar þeirra flutti heimili sitt þangað síðar. Mestan hluta kaupverðs bátsins á að greiða með peningum, samkvæmt ofangreindu tilboði. Er forkaupsréttur því fyrir hendi, þó um skipti sé að ræða að hluta. Samkvæmt ofansögðu verður að fallast á það með gerðarþola að Ísafjarðarbær eigi lögmæltan forkaupsrétt að ofangreindum báti. [...] Verður því að synja um framgang hinnar umbeðnu gerðar. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri máls þessa."

Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða, kvað upp úrskurð þennan.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli