Vísindaport – Hundagarðurinn á Hauganesi og áfanginn,hugmyndir og nýsköpun í Menntaskólanum á Ísafirði

Föstudaginn 6. maí munu Halla María Ólafsdóttir, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Snæfríður Lillý Árnadóttir, Viktoría Rós Þórðardóttir og Weronika Anikiej kynna nýsköpunarverkefni sitt Hundagarðurinn á Hauganesi, en þau eru öll nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði. Verkefnið unnu þau í tengslum við áfangann Hugmyndir og nýsköpun sem er kenndur í Menntaskóla Ísafjarðar. Verkefnið var einnig hluti af samkeppninni, Ungir frumkvöðlar og komst þar í  33 liða úrslit.

Ólöf Dómhildur, kennari mun einnig kynna áfangann, Hugmyndir og nýsköpun, þar sem nemendur undirbjuggu sig fyrir keppnina. Sagt verður frá keppninni og vörumessu sem haldin var í Menntaskólanum fyrir stuttu. 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 og fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku og því verður ekki streymt að þessu sinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Nemendur:

Halla María Ólafsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Jóhanna Ýr Barðadóttir, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Snæfríður Lillý Árnadóttir, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Viktoría Rós Þórðardóttir, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Weronika Anikiej, nemandi við Menntaskólann á Ísafirði

Kennari:

Ólöf Dómhildur kennari á list og nýsköpunarbraut í Menntaskólanum á Ísafirði. Menntun- Myndlist -BA í frá Listaháskóla Íslands, Hagnýt menningarmiðlun- MA og nám til kennsluréttinda í Háskóla Íslands.

DEILA