Reykhólahreppur: afmælishátíð á morgun

Frá 30 ára afmæli Reykhólahrepps. Mynd: reykholar.is

Á morgun föstudag verður afmælishátíð Reykhólahrepps. Í ár er sundlaugin 75 ára, sveitarfélagið 35 ára og leikskólinn 30 ára. Því býður sveitarfélagið til veislu segir á vef sveitarfélagsins.

Afmælishátíðin byrjar í leikskólanum klukkan 13 og eru allir velkomnir í köku og gögl námskeið, skemmtun fyrir allan aldur!

Klukkan 17 býður sveitarfélagið í grill í Hvanngarðabrekku þar sem sveitarstjórn mun grilla kjöt með kartöflusalati oddvitans og hrásalati hreppsstjórans, ásamt því að grillaðar verða pylsur.

Fólk er beðið um að koma með eigin drykki í grillveisluna (líka gos/vatn/djús).

Meðan á grillveislu stendur munum við veita íbúa ársins viðurkenningu, Hreimur Örn mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Svo verður froðu rennibraut fyrir alla sem vilja taka salíbunu.

Um kvöldið verður vegleg dagskrá:

19:00-20:30 Casino fyrir unglinga í íþróttahúsinu. 

Jörgen Nilsson stýrir casino stemningu í íþróttahúsinu fyrir 12-17 ára. Spil, vinningar, tónlist og stemning! 

21:00 Hinn eini sanni Herbert Guðmundsson verður með tónleika á Báta- og Hlunnindasýningunni. Aðgangseyrir 1000 krónur. 

22:00 Pöbb Quiz á Báta- og Hlunnindasýningunni. Þemað að þessu sinni er ALDREI 

FÓR ÉG SUÐUR! 18 ára aldurstakmark, frítt inn.

DEILA