Rafhjól spara og eru umhverfisvæn

Í dag er mikið talað um sjálfbærni, hvað er best fyrir umhverfið og hvernig hægt er að minnkað kolefnislosun. Þegar kemur að samgöngum er gott að horfa á rafhjól, ekki einungis vegna umhverfisþátta heldur líka vegna áhrifa á líkamlega og andlega heilsu fólks.  

Rafhljól eru hefðbundin hjól sem búin eru mótor sem aðstoða við koma hjólinu áfram. Mótorinn fer í gang þegar stigið er á pedalana og stoppar þegar hætt er að hjóla eða bremsað er. Þetta hentar vel fyrir þau sem vilja aðstoð við að komast upp brattar brekkur eða að hjóla á móti sterkum vindi en hægt er stjórna því hversu mikla aðstoð mótorinn veitir. Hægt er að fá rafmagnshjól í ýmsum stærðum og gerðum, götuhjól, fjallahjól og svokölluð burðarhjól sem hönnuð eru til að flytja vörur og varning.  

Í Bláma höfum við tekið saman sparnaðinn á því að vera fara algengar leiðir á Ísafirði á rafhjóli í samanburði við að notast við bíl sem notar jarðefnaeldsneyti. Í stuttu máli er hægt að spara allt að 68000 kr á ári með því að nota rafmagnshjól til að fara í matvörubúðir, Grunnskólann og Menntaskólann á Ísafirði fyrir aðila sem býr í Holtahverfi eða Eyri.

Ávinningur þess að nota rafmagnshjól í stað bíls eru ekki bara sparnaður á peningum heldur dregur það líka úr losun á gróðurhúsaloftegundum. Hægt er að minnka árlega losun  á CO2 um allt að 444 kg með því að skilja jeppann eftir þegar farið er úr Holtahverfi inn á Ísafjörð, og notast frekar við rafmagnshjól.

Rafmagnshjól eru góður, umhverfisvænn og heilsubætandi ferðamáti sem hentar sérstaklega vel á Ísafirði, stóran hluta af árinu.

Frekari upplýsingar má finna á blami.is.

  • Erna Kristín Elíasdóttir, sumarstarfsmaður hjá Bláma
DEILA