Fjarðastræti: Verkhaf bauð lægst í niðurrif skúra

Væntanleg lóð nemendagarðanna er við Fjarðarstræti 20.

Fyrirtækið Verkhaf ehf bauð lægst í niðurrit skúra á lóð Háskólaseturs Vestfjarða í Fjarðastræti. Tilboð þess var 17,7 m.kr. en kostnaðaráætlun er 32,5 m.kr.

Þrjú önnur tilboð bárust. þau voru frá Búaðstoð ehf 35,0 m.kr., GFS verktaki ehf 28,9 m.kr. og Keyrt og mokað ehf 23,4 m.kr.

Verk getur hafist strax eftir að verkáætlun hefur verið lögð fram og verksamningur verið undirritaður. Verklok eru áætluð 17.október 2022.

Bæjarráð samþykkti í morgun að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Verkhaf ehf.

DEILA