Brjánslækjarhöfn: framkvæmdaleyfi fengið

Bæjarstjón Vesturbyggðar hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á nýjum grjótgarði fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn. Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager eru samtals um 27.300 rúmmetrar og upppúrtekt og endurröðun um 1.200 m3. Áætluð verklok eru 31. desember 2022.

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og var því framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 

Útboð voru opnuð í maí sl. og bárust þrjú tilboð. Lægstbjóðandi voru Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík og hefur verið samið við þá. Tilboð þeirra er 114.741.981 kr sem er 39% umfram áætlaðan verktakakostnað í kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar 82.415.000 kr. Önnur tilboð voru frá Flakkaranum ehf., Brjánslæk sem bauð 118.407.000 kr. og Grjótverk ehf., Ísafirði. Tilboð þeirra var 140.535.000 kr.

DEILA