Uppskrift vikunnar – Steinbítur í brúnni sósu

Aðeins aftur til fortiðar, þetta var mjög algengur matur fyrir einhverjum áratugum og stendur bara ennþá mjög vel fyrir sínu. Gaman að hafa þetta í matinn þegar maður er komin með leið á að vera með mikið vesen og bras í eldhúsinu og svíkur alls ekki.

Innihald:


Tvö flök meðalstór
Einn stór laukur
Fiskikraftur og eða súputeningar
Salt
Pipar
Sósulitur
Íslenskt smjör
Hveiti


Aðferð:


Flökin roðlaus skorinn í hæfileg stykki og laukurinn skorinn í skífur. Fiskinum velt upp úr hveiti, hann settur á vel heita pönnuna með bræddri smjörklípu. Kryddað með salti og pipar, betra að hafa piparinn ljósan. Stykkjunum snúið við og laukurinn settur á pönnuna.Látið malla í góða stund.Vatni hellt á pönnuna, krafti og teningum bætt í látið malla í 5 mín Sósan þykkt með hveiti, sósulit bætt í. Sósan smökkuð og krafti bætt í eftir smekk. Með þessu eru að sjálfsögðu bara soðnar kartöflur.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA