Tíðarfar í júní

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní, vindur var nærri meðallagi og það var hlýtt fram eftir mánuðinum. En það var óvenju kalt á landinu dagana 23. til 27., þá sérstaklega á norðurhluta landsins. Þá daga var hiti vel undir meðallagi og frost mældist víða í byggð.

Meðalhiti í Reykjavík í júní var 9,6 stig og er það -0,2 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 9,7 stig, 0,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991 til 2020, en -0,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var hitinn 8,7 stig og 9,9 stig á Höfn í Hornafirði. Í Bolungarvík var meðalhiti 7,9 stig eða 0,2 stigum undir meðaltaliáranna 1991-2020.

Mánuðurinn var að tiltölu hlýjastur á Suðausturlandi, Austfjörðum og við suðurströndina þar sem meðalhitinn var yfir meðaltali síðustu tíu ára. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,8 stig á Kvískerjum og Teigarhorni. Í öðrum landshlutum var hiti undir meðaltali síðustu tíu ára. Að tiltölu var kaldast á Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -1,4 stig á Nautabúi í Skagafirði.

Vindur á landsvísu var 0,1 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Suðlægar áttir voru tíðari fyrri hluta mánaðar, en norðlægar áttir voru ríkjandi í kuldakastinu í lok mánaðar.

DEILA