Samstarf slökkviliða í Ísafjarðarbæ og Bolungavík

Gerður hefur verið samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og Bolungavíkurkaupstaðar um þjónustu sem Slökkvilið Ísafjarðarbæjar veitir Slökkviliði Bolungarvíkur. Gildir samningurinn til áramóta en samningsaðilar eru sammála um að stefna að áframhaldandi samstarfi.

Fyrir þjónustuna greiðir Bolungavíkurkaupstaður 400 þús kr á mánuði.

Ísafjarðarbær skal annast stöðu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur. Starfið felur í sér yfirstjórn slökkviliðs Bolungarvíkur, í samvinnu við varðstjóra sem staðsettur er í Bolungarvík. Slökkviliðsstjóri skal skipuleggja mönnun og sjá um ráðningu starfsliðs slökkviliðs, og gera tillögu um fjárfestingar í búnaði og aðstöðu í Bolungarvík. Slökkviliðsstjóri skal jafnframt sinna innkaupaáætlun og funda með Neyðarlínu um útkallsform.

Þá skal Ísafjarðarbær annast stöðu þjálfunarstjóra og annast eldvarnareftirlit á eftirlitssvæði slökkviliðs Bolungarvíkur.

DEILA