Lýkur strandveiðum í júlí ?

Smábátar að landa í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Afli strandveiðibáta í lok júní var í 8.440 tonn þar af er þorskur 7.390 tonn.  Þó tímabilið sé aðeins hálfnað í mánuðum talið er ljóst að flestar tölur eru hærri en áður hefur sést.  

Fyrstu tvo mánuði í fyrra var aflinn 5.812 tonn og þar af var þorskur 5.444 tonn.

Alls hafa 684 bátar landað afla á móti 634 á sama tíma í fyrra.  Útgefin leyfi til strandveiða eru rúmlega 700.

Landanir fyrst tvo mánuðina á þessu ári eru 11.438 en voru 8.929 á sama tíma í fyrra

Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru af strandveiðitímabilinu hafa 95 bátar náð að nýta 24 daga en í fyrra voru þeir 27.

Miðað við þau aflabrögð sem verið hafa að undanförnu gætu þau rúmlega 2.500 tonn sem eftir eru náðst á næstu 10-12 veiðidögum.

DEILA