Laxveiði 2021

Langadalsá. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxar og 8.663 löxum (19,2%) minni veiði en árið 2020.

Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi (13,3%), Vesturlandi (7,4%) og Norðurlandi vestra (1,7%) frá árinu áður, en minni veiði var á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589 (53,7%) sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa (afli) var 16.872 (46,3%).

Á Vestfjörðum veiddust 753 laxar og af þeim var 207 sleppt . Engin netaveiði er skráð á Vestfjörðum.

Sumarið 2021 bárust Hafrannsóknastofnun upplýsingar um sex meinta eldislaxa sem höfðu veiðst, en af þeim höfðu tveir þeirra veiðist í stangveiði í ám, annar í Skálm í Vestur‐ Skaftafellssýslu og hinn í Hafralónsá í Þistilfirði. Við greiningum kom í ljós að laxinn úr Hafralónsá var ef eldisuppruna en hinn var villtur íslenskur lax.

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði. Vitað er um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

DEILA