Ísófit málið: Íbúar verða að geta treysti því að gætt sé jafnræðis innan stjórnsýslunnar segir bæjarstjóri

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarins besta innti Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra eftir viðbrögðum Ísafjarðarbæjar við úrskurði Innviðaráðherra um styrk til likamsræktarstöðvarinnar Ísófit sem úrskurðaður var ólögmætur.

„Innviðaráðuneytið gerir alvarlegar athugasemdir málsmeðferðina og úrskurðar að ákvörðunin að semja við Ísófit hafi verið ólögmæt. Íbúar verða að geta treysti því að gætt sé jafnræðis innan stjórnsýslunnar. Í-listinn benti á sínum tíma á ýmsar brotalamir í samningagerðinni eins og kemur fram í langri bókun frá þeim tíma. Margt má læra af úrskurðinum og næstu dagar fara yfir forsendur úrskurðarins og áhrif hans á samninginn við Ísófit, en verið er að skoða það. Mikilvægt er að áfram verði þróttmikið íþróttastarf í bænum og að málareksturinn hafi hvorki röskun á því né óþarfan kostnað í för með sér.

Það vekur athygli í úrskurðinum að Ísafjarðarbær hefur ekki skilað inn sínum sjónarmiðum, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir ráðuneytisins. Samskipti í tengslum við málið hafa ekki verið skráð í málaskrá sveitarfélagsins og verið er að skoða hvernig stendur á því.“

DEILA