Ísafjörður – Gervigrasvöllurinn við Grunnskólann endurnýjaður

Á morgun hefst EM í knattspyrnu þar sem okkar frábæra íslenska kvennalandslið tekur þátt.

Af því tilefni hefur sparkvöllurinn við Grunnskólann á Ísafirði verið endurnýjaður en það er Icelandair sem stendur fyrir því framtaki og er völlurinn sá fyrst sem þeir bera kostnaðinn af að endurnýja og ástæðan fyrir því að Ísafjörður varð fyrir valinu er sú að á Ísafirði var starfrækt fyrsta og eina knattspyrnufélag kvenna, Fótboltafélagið Hvöt árin 1914-1916.

Það verður því allskonar húllumhæ klukkan 15:00 á miðvikudaginn. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta, klædd Vestra fatnaði og taka með sér foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur og frændur. 

Allir bæjarbúar eru velkomnir á þennan viðburð. 

Áfram Vestri og Áfram Ísland.

DEILA