Iðnaðarhúsnæði: allt seldist og biðlisti

Iðnðarhúsnæði sem Vestfirskir verktakar eru að byggja við Mávakant í Bolungavík er allt selt og hefði verið hægt að selja meira segir Garðar Sigurgeirsson. Húsnæðið er skipt í 11 bil og er það selt fullfrágengið að utan og með steyptri gólfplötu að innan og með milliveggjum. „Það var tregt í fyrstu en þegar húsið var risið rauk það út“ segir Garðar. Hann bætir því við að Vestfirskir verktakar hafi hug á að byggja annað hús á næsta ári ef lóð fengist á svipuðum stað.

Garðar Sigurgeirsson.

Fyrirtækið hefur byggt4 svona hús á Ísafirði á Mávagarði og öll seldust. Þá er einnig allt selt í 13 bila iðnaðarhúsnæði sem verið er að byggja á Æðartanga á Ísafirði. Á árinu verður byrjað á öðru húsnæði á Æðartanga og þar eru öll bilin seld og kominn biðlisti.