Íbúafjölgun á Vestfjörðum þriðjungur af landsmeðaltali

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson..

Á síðustu sjö mánuðum hefur fjölgað á Vestfjörðum um 0,6% en fjölgun landsmanna var á sama tíma 1,7%. Fjölgunin á Vestfjörðum er því aðeins þriðjungur af landsmeðaltalinu. Reyndar er fjölgunin frá 1. desember 2021 til 1. júlí á þessu ári minni en 1,7% í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Suðurnesjum fjölgaði um langmest eða um 3,8% á þessum sjö mánuðum og á Suðurlandi varð fjölgunin 2,1%. Á Suðurnesjum fjölgaði um 1.108 manns og eru 30.160 skráðir þar með lögheimili um síðustu mánaðamót. Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2.543 manns og um 4.926 á landinu öllu.

Á Höfuðborgarsvæðinu varð fjölgunin 1,1%, á Norðurlandi eystra 1%, á Austurlandi um 0,8%, á Vesturlandi og Vestfjörðum varð fjölgun um 0,6% á hvoru svæði um sig og á Norðurlandi vestra varð fækkun um 0,4%.

Á Vestfjörðum var fjölgunin a þessu sjö mánaða tímabili 45 manns og bjuggu 7.249 í fjórðungnum þann 1. júlí. Fjölgun varð í fimm sveitarfélögum, fækkaði í þremur og í einu var óbreyttur íbúafjöldi.

Mest varð fjölgun í Súðavíkurhreppi 5,2%, í Tálknafirði 4,3% og 2,5% í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð fjölgaði um 28 manns og um 11 manns í Tálknafirði, sem og Súðavíkur. Í Ísafjarðarbæ fækkaði um 12 manns eða um 0,3%.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum.

DEILA