Viðburðastofa Vestfjarða tekur við rekstri tjaldaleigu Björgunarsveitarinnar Ernis

Viðburðastofa Vestfjarða hefur tekið við rekstri á tjöldum, borðum og stólum frá Björgunarsveitinni Erni en síðustu dagar hafa farið í að flytja allan lager yfir á Ísafjörð þar sem Viðburðastofan hefur aðsetur og mun því ferli vera formlega lokið eftir Markaðshelgina í Bolungarvík næstkomandi helgi, en þá munu allra síðastu súlur og tjöld flytjast yfir.

Að sjálfsögðu þurfa þeir sem höfðu pantað hjá Björgunarsveitinni ekki að hafa áhyggjur af sínum pöntunum og mun Ragnar hjá Viðburðastofunni hafa samband við þá aðila á næstu dögum og tilkynna um nýjan afhendingarstað. Verðskráin mun haldast óbreytt frá því sem Ernir hafði og stendur ekki til að hækka verðið að sögn Ragnars sem segir að þetta sé næsta skref í að stækka og betrumbæta Viðburðastofuna í þá átt að geta séð um alla þá Viðburði sem eru á svæðinu frá a til ö, hvort sem það er innan- eða utandyra.

“Við stærum okkur á að hafa sambærileg eða betri verð en stóru aðilarnir á sama markaði fyrir sunnan og erum stolt af því að geta boðið Vestfirðingum upp á ódýrari lausnir þar sem t.d. dýr flutningur vestur er óþarfur”

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnar í tiltekt á sunnudagsmorgun eftir góða Götuveislu á Flateyri en þar voru borð og stólar fyrir um 200 manns í tjaldinu góða.

Hægt er að hafa samband við Viðburðastofuna í 897-6079 eða ragnar@vidvest.is með pantanir sem og auðvitað í gegnum facebook síðu þeirra, Viðburðastofa Vestfjarða.

Frá götuveislunni á Flateyri.

DEILA