Vesturbyggð: viljayfirlýsingin birt

Vesturbyggð hefur sent Bæjarins besta afrit af undirritaðri viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Arnarlax. Yfirlýsingin er á 8 blaðsíðum og hafa nokkrar greinar verið afmáðar vegna viðskiptahagsmuna Arnarlax. Meginefnið er að gera eigi samkomulag um laxasláturhús á Vatneyri, aflagjald og vatnsútvegun fyrir framleiðsluna. Varðandi aflagjaldið kemur fram að greiða eigi af öllum afla óháð hvort hönum er dælt frá skipi, biðkvíum eða á annan hátt. Ekkert kemur fram í skjalinu um stærð og framleiðslugetu sláturhússins.

Tekið er fram að sveitarfélagið láti gera viðlegukant sem er áætlað að kosti 475 m.kr. Einnig að gera þurfi 1800 rúmmetra vatnsmiðlunartank í Mikladal sem áætlað er að kosti 80-90 m.kr. með geislatæki og þrýstijafnara í lokahúsi.

DEILA