Uppskrift vikunnar – Frábær fiskur

Þessi uppskrift er einn af þeim sem ég fann einhvern tímann og er alltaf jafngóð. Eins og með flest allt sem er svona hálfgerður brasmatur er vel hægt að leika sér með innihaldsefnin og um að gera, ef ég til dæmis kemst í smálúðu hef ég hiksta laust skipt henni út fyrir þorskinn.

Hráefni:

400 g þorskhnakki
1 box piccolo-tómatar
1/2 krukka fetaostur frá Örnu
2-3 msk. olía úr fetaostkrukkunni
1/2 eggaldin, í teningum
1/2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. oregano eða góð kryddblanda
1/2 tsk. salt
1/3 tsk. pipa
Ferskt kóríander

Aðferð:


Berið örlitla olíu í botninn á mótinu og dreifið fiskbitunum yfir mótið.
Kryddið fiskinn.
Hellið grænmetinu yfir fiskinn.
Hristið saman sítrónusafann og olíuna í krukku og hellið yfir fiskinn og dreifið helmingnum af ostinum úr krukkunni yfir.
Bakið við 180 gráður í 15 mínútur. Hækkið svo hitann í 200 gráður og setjið á grill í 3 mínútur.
Takið úr ofninum og stráið fersku kóríander yfir og berið fram með góðu salati og hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.


DEILA