Töluverður frágangur eftir við útsýnispall

Útsýnispallur á Bolafjalli stóð af sé allt veður á liðnum vetri en samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Bolungarvík mun á næstu dögum verða hafist handa við að ljúka við frágang við pallinn.

Að sögn bæjarstjóra „var því miður ekki hægt að byrja á framkvæmdum fyrr, en snjóalög voru með þeim hætti að ekki var forsvaranlegt að fara með tæki og mannskap til að vinna við pallinn sem var undir snjó. En þetta er allt að koma og við vonumst til að veður verði gott til framkvæmda. Eins og staðan er, þá er pallurinn ekki öruggur og á engan hátt forsvaranlegt að opna fyrir umferð að pallinum í svona aðstæðum „

„Þegar pallurinn er tilbúinn, þá verður vegurinn opnaður. Við erum í góðu samstarfi og samtali við Vegagerðina og LHG og allir aðilar eru sammála um að vinna saman að lausn fyrir veginn þannig að hann verði öruggur og vel við haldið fyrir þá sem vilja komast uppá Bolafjall.“ sagi bæjarstjóri að lokum

DEILA