Ferðamennska og náttúruvernd á norðurslóðum

Ísland gegndi formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Sjálfbær ferðamennska var eitt af lykilviðfangsefnum í formennskuáætluninni.  

Kristín Ósk Jónasdóttir, teymisstjóri í teymi náttúruverndar, stýrði verkefni sem laut að þessu viðfangsefni og fjallaði um ferðamennsku og náttúruvernd. Í verkefninu var meðal annars litið til náttúruverndar, loftslagsmála, hönnunar og gæða innviða með tilliti til upplifunar gesta. 

Sex fjölbreyttir vinnuhópar voru skipaðir sem unnu verkefni sem tengdust ferðamennsku og náttúruvernd á einn eða annan hátt.  

Verkefni vinnuhópanna voru: 

  • Gestastofur og gestirnir  
  • Komur skemmtiferðaskipa
  • Sjálfbærni
  • Leiðtogafærni og þjálfun landvarða 
  • Stjórn gesta, markaðssetning og samskipti  
  • Vöktun náttúru  

Í vinnuhópunum voru fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinum á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnunum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, Landsstjórn Grænlands, Þjóðminjasafni Grænlands og Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna.  

Lesa má nánar um afrakstur vinnuhópanna á heimasíðu verkefnisins um sjálfbæra ferðamennsku www.natnorth.is 

DEILA