Útskrifast úr háskólanámi á vegum vinnuveitanda

Á dögunum útskrifuðust átta starfsmenn Samkaupa með sérstakar háskólagráður í verslunarfræðum frá Bifröst og Háskólanum í Reykjavík.

Hópurinn er sá fyrsti sem lýkur háskólanámi sem haldið er úti af vinnuveitanda hér á landi en kennslan og þróun verslunarfræðanámsins, sem nefnist Forysta til framtíðar, er alfarið fjármögnuð af Samkaupum.

Útskriftarathöfnin fór fram í Hörpu að viðstöddum fjölskyldum og samstarfsfólki.

DEILA