Telur að finna megi skip í stað Baldurs

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra sagði í svari við fyr­ir­spurn Sig­urðar Páls Jóns­son­ar, þing­manns Miðflokks­ins, á Alþingi að ekki finnist skip til að taka við af Baldri við siglingar yfir Breiðafjörð á meðan verið væri að smíða nýja ferju.

Sig­urður Páll sagði ör­ygg­is­mál ferj­unn­ar í ólagi og skipið ekki sam­boðið þeirri þjón­ustu sem farið er fram á. Ef smíða eigi nýtt skip sé ekki boðlegt að nú­ver­andi ferja sé í rekstri þau ár sem það tek­ur, því hún sé orðin göm­ul og úr sér geng­in. Finna þurfi skip í millitíðinni.

Sig­urður Páll kvaðst eiga bágt með að trúa að ekki finn­ist skip og hvatti fólk á veg­um ráðherra til að reyna bet­ur. „Herjólf­ur gamli er ágæt­is skip en það er líka gam­alt og lúið og varla boðlegt “ sagði hann.