Strandabyggð: Strandabandalagið vann

Fyrstu úrslit sveitarstjórnarkosinganna á Vestfjörðum liggja fyrir. Í Strandabyggð voru tveir listar í boði.

Á kjörskrá voru 334 og 280 atkvæði komu í kjörkassann. 266 atkvæði voru talin gild, 14 ógild. Kjörsókn var góð eða 83,8%

Niðurstaðanvarð þannig að T-listi Strandabandalagsins hlaut 160 atkvæði og A-listi Almennra borgara hlaut 106 atkvæði.

Strandabandalagið fékk því 3 fulltrúa og A listinn 2 fulltrúa í næstu sveitarstjórn.

Það eru Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir sem voru kosin af lista Strandabandalagsins og Matthías Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir af lista almennra borgara.