Sjókvíaeldi Vestfjörðum: aldrei notað sýklalyf

Fram kemur í ársskýrslu dýralæknis fisksjúkdóma fyrir síðasta ár 2021 að sýklalyf hafa aldrei verið notuð hjá þeim fyrirtækjum sem í dag stunda laxeldi í sjó á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hins vegar hafi þurft að grípa til lyfjagjafar í landeldi á bleikju sl. haust. Gefa þurfti að gefa alls 26 kg af lyfinu oxýtetracýklín í einni eldisstöð vegna kýlaveikibróður sem átti upptök sín í óbólusettri bleikju. Þá þurfti í tveimur tilfellum þurfti að beita sýklalyfjum til að ráða niðurlögum á rauðmunnaveiki í villtum laxaseiðum sem alin voru til fiskræktar.

Laxalús hefur ekki valdið stórum vandræðum í sjókvíaeldinu hér á landi. Í ársskýrslunni segir að Í takt við aukið umfang laxeldis og samfara einmuna tíð og óvenju hlýjum sjó yfir vetrarmánuðina hafi fyrstu breytinga orðið vart vorið 2017. Í kjölfarið mátti greina fjölgun laxalúsar á vissum svæðum á Vestfjörðum, en á Austfjörðum hefur engin breyting átt sér stað og nánast enga laxalús verið að finna. Síðastliðin fjögur ár hefur sjávarhiti aftur nálgast fyrra horf og laxalúsin gefið eftir að sama skapi, en á vissum svæðum fyrir vestan þarf að vera á varðbergi.

Í nóvember á síðasta ári þótti ástæða til að hreinsa laxalús á tveimur eldissvæðum í Dýrafirði með hjálp baðlyfsins Alpha Max. Árangur varð góður af meðferðinni. Þetta var jafnframt eina meðhöndlunin sem beindist gegn laxalús allt árið 2021.

DEILA