Leikskólagjöld hækkuðu mest hjá Ísafjarðarbæ

Sautján af tutt­ugu stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins hækkuðu al­menn leik­skóla­gjöld á milli ára sam­kvæmt út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ. Er þar átt við 8 tíma vistun með fæði.

Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum.

Mest hækkuðu almenn gjöld (gjöld án afslátta), 8 tímar m. fæði, hjá Ísafjarðarbæ um 5,7% en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ, 3,6%.

Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7% en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, 3,5%.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur nú gert aðgengilegt nýtt gagnvirkt mælaborð með tölulegum upplýsingum um leikskólagjöld sem finna má á heimasíðu samtakanna.

DEILA