Kerecis greiðir skólamáltíðir og íþróttakort fyrir framleiðslustarfsmenn

Talsverð aukning hefur verið á umsvifum hjá Kerecis á Ísafirði undanfarna mánuði og hafði Bæjarins Besta hafði samband við Guðbjörgu Þrastardóttur sem er framleiðslustjóri Kerecis á Ísafirði og spurði hvernig gengi.

„Það er mikill vöxtur í framleiðslunni hjá okkur og við erum að rúmlega tvöfalda framleiðsluna á milli ára auk þess sem hún er að verða flóknari með fleiri vörutegundum og stærðum. Framleiðsludeildin er með aðstöðu á tveimur stöðum í bænum, í Íshúsfélagshúsinu og Norðurtangahúsinu. Við köllum það hús HN húsið, sem stendur fyrir Hátæknisetrið Norðurtanga.“

Nú starfa um 50 starfsmenn hjá Kerecis á Ísafirði og aðstaðan fullnýtt. „Ég kem ekki að fleira fólki í framleiðslu. Við erum að bæta við vinnsluklefum sem í starfa 2-4 starfsmenn í lofthreinsuðu umhverfi og verðum búin að fjölga þeim úr 4 í 13 núna í lok sumars. Það mun gera allt léttara í vöfum hjá okkur og við getum bætt við fleira fólki,“ sagði Guðbjörg.

Aðspurð um hvernig gangi að ráða starfsfólk, sagði Guðbjörg að það væri um helmingur íslendingar og helmingur erlendis frá, þá flestir Pólskir en einnig hefur fyrirtækið nýverið ráðið Úkraínskta starfsmenn. En hvernig gengur að hafa samskipti við svona fjölþjóðlegan hóp?

„Tungumálakunnáttan hjá starfsfólkinu er mismunandi en við höfum samskipti á Íslensku og ensku. Það er erfitt að ráða fólk sem skilur ekki ensku nógu vel en við leggjum mikla áherslu á þjálfun. Það er ekkert sem má fara úrskeiðis í framleiðslu á sáraroðinu okkar sem sett er í bæðandi sár. Okkur er umhugað um að erlenda starfsfólkið okkar og fjölskyldur þeirra samlagist vel samfélaginu og sem hluti af því ákváðum við núverið að greiða sundkort fyrir starfsmenn og maka ásamt kostnaði við skólamáltíðir barna þeirra í grunnskólanum á Ísafirði og Bolungarvík.“

DEILA