Ísfirðingur í stjórn Landssambands eldri borgar

Einbeittir landsfundarfulltrúar alls staðar að af landinu að störfum. Ljósm: LEB/Viðar

Á þingi Landssambands eldri borgara á þriðjudag voru þær Sigrún Camilla Halldórsdóttir  frá Ísafirði og Ingibjörg Sverrisdóttir Reykjavík kosnar í stjórn samtakanna. Fyrir í stjórninni voru Drífa Jóna Sigfúsdóttir Reykjanesbær og Þorbjörn Guðmundsson Reykjavík sem bæði voru kosin til tveggja ára 2021, auk formannsins Helga Péturssonar.

Á þinginu urðu miklar umræður um ýmis hagsmunamál eldra fólks.

Landsfundarfulltrúar skiptu sér niður í málefnahópa til að ræða einstök mál. Að starfi hópanna loknu báru þeir hver upp sínar tillögu sem allar voru samþykktar einróma af landsfundarfulltrúum alls staðar að af landinu.

Ályktað var um fjögur megin málefni: Kjaramál – Velferðarmál – Húsnæðismál og Stöðu hjúkrunarheimila.

DEILA