Ísafjörður: samið um göngustíg og gangstéttir

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að semja um lagningu gangstétta og göngustígs í Skutulsfirði.

Samningur um gangstéttirnar er við Búaðstoð ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 11.906.000 kr.

Verkið felst í að endurnýja gangstéttir við Seljaland og Skógarbraut ásamt uppúrtekt, fyllingum og efra burðarlagi. Steypa nýja gangstétt ásamt gangstéttarkanti.
Helstu magnstærðir eru: Steyptar gangstéttar 500 m² og burðarlag 150 m³. Verkinu skal vera að fullu lokið 10. ágúst 2022.

Samið verður við Kjarnasögun ehf um göngustíg við Sundstræti á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 7.909.275 kr.

Göngustígurinn verður meðfram Sundstræti á Ísafirði, frá Grjótaþorpi niður að rækjuverksmiðjunni Kampa. Útboðslýsingin nær til undirbyggingar undir malbik, verkkaupi sér um malbikun og samskipti við malbikunarverktaka. Lengd stígsins eru um 350 metrar. Breidd vinnusvæðis er um 3,5 metrar. Verklok eru 10. júlí 2022.

Göngustígurinn við Sundstræti.

DEILA