Ísafjarðarbær: bæjarstjórinn flutti lögheimilið

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri var ekki með kosningarétt í sveitarfélaginu í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn þar sem lögheimili hans var þá í öðru sveitarfélagi.

Í svari við fyrirspurn Bæjarins besta sagði Birgir : „Eins og kunnugt er er ég að láta af störfum sem bæjarstjóri, ég flutti því lögheimilið um síðustu mánaðarmót þar sem ég er að skila af mér íbúðinni sem ég hef leigt. Ég er að sjálfsögðu búinn að vera með lögheimili fyrir vestan þann tíma sem ég hef starfað þar og konan mín einnig.“

DEILA