Ingólfur ÍS fyrstur á vettvang

Farþegabáturinn Ingólfur ÍS var fyrstur á vettvang til aðstoðar harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi í kvöld.

Stígur Berg Sophusson, skipstjóri sagði að áhöfnin á Ingólfi ÍS hefði haft snör handtök og þegar lagt af stað úr Ísafjarðarhöfn þegar útkallið kom.

Sex voru um borð í bátnum og voru aðstæður í Ísafjarðardjúpi krefjandi, hvassviðri og kröpp alda. Stígur sagi að hefði verið leiðindaveður en að allt hafi farið vel og slöngubáturinn var dreginn til hafnar og komið rétt fyrir kl átta í kvöld.

DEILA