Háskólasetrið: Öragnir í loðnu á Grænlandssundi

Miðvikudaginn 4. maí, kl. 14:00, mun Caitlin Brawn verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „Anthropogenic microparticle ingestion by capelin (Mallotus villosus) in the Denmark Strait.“

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Dr. Jennifer Provencher, aðjúnkt við Carleton háskóla í Kanada og deildarstjóri við Umhverfisstofnun Kanada. Prófdómari er Dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Nánari upplýsingar um verkefnið má lesa í útdrætti á ensku.

DEILA