Ekki stilla á „auto“ segir lögreglan

Nokkuð hefur borið á ljósleysi ökumanna í umdæminu undanfarið en nú þegar sólin er farin að hækka á lofti getur verið varasamt að hafa sjálfvirka ljósastillingu á ökutækjum þar sem þau í einhverjum tilfellum virkja einungis stöðuljós, en ekki ökuljós.

Lögum samkvæmt er skylt að aka með ökuljós kveikt allan sólarhringinn, bæði framan og aftan á ökutæki.

Á mörgum nýjum bifreiðum kviknar sjálfkrafa á hvítum ljósum að framan (dagljósabúnaður) sem þó eru ekki ökuljós heldur stöðuljós. Þegar þessi stöðuljós loga ein og sér er ekki tryggt að afturljós logi.

Við hvetum ökumenn til að hafa ljósarofann allaf á stillingu fyrir ökuljós, sjá myndina sem fylgir fréttinni.

Ljósin slokkna þegar kveikjuláslykill er tekin út eða a m k þegar bílstjórahurð er lokað og bifreiðin yfirgefin.

Þannig er tryggt að ekki gleymist að hafa ökuljós, bæði að framan og aftan, kveikt meðan á akstri stendur.

DEILA